Lífið - 01.09.1936, Page 8
LÍFIÐ
Rabarbari.
Nokkur orð um rababara og rækiun hans.
Eftir Óskar B. Vilhjálmsson, garðyrkjufræðing.
Rabarbarinn er æfagömul nytjajurt, sem ættuð
er frá hálendi Asíu. Á dögum Rómaveldisins var
rót rabarbarans alment notuð til lyfjagerðar og
nefndist þá „Radix pontica“. Nafn sitt dregur
rabarbarinn af borginni Barbarica.
Á miðöldunum var rabarbarinn ræktaður all-
mikið vegna blaðanna .En fyrst í byrjun s. 1. aldar
var farið að nota rabarbaram svipað og nú er gert.
Hér á landi er rabarbararæktun almenn og mun
vart finnast sá garður, að ekki sé í honum nokkrir
hnausar. Ræktun rabarbarans er sífelt að aukast,
því að rabarbarinn er ágætis nytjajurt.
Hin ýmsu afbrigði af rabarbara eru mjög mis-
jöfn, að gæðum, uppskerumagni og útliti. Legg-
irnir eru ýmist rauðir eða grænir, og sætir eða súr-
ir. Rauðleit, sætleggjuð afbrigði eru einna vinsæl-
ust.
Af einstökum afbrigðum má nefna Linnæus, sem
hefir dökkrauða, mjög bragðgóða leggi, en gefm’