Lífið - 01.09.1936, Page 10

Lífið - 01.09.1936, Page 10
168 LÍFIÐ án þess að við honum þurfi að hrófla, en þá er líka nauðsynlegt að skifta honum. Hirðing rabarbarans er aðallega, að halda ill- gresinu burtu og að þekja hnausana með einhverj- um áburði (mykju, hrossataði), eða heyrudda og slíku rusli. Á vorin er svo ,,þekjan“ tekin burtu hæfilega snemma, og stungin niður á milli hnaus- anna um leið og stungið er upp. Svefn og andvaka. Nú hljóðna vindar, húmið svalt, það hylur fjall og grund, og blómin sofa blítt og vært, uns brosir morgunstund. Hinn lúni hvílir huga og hönd um hljóða næturstund; en svo er hjarta þjakað, þreytt, er þráir væran blund. Þeim nótt er góð, er nýtur svefns, er nærir styrk og þrótt; en andvakan er örðug þeim, sem e i n n er dag og nótt! J. B.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.