Lífið - 01.09.1936, Side 11

Lífið - 01.09.1936, Side 11
LIFIÐ Sálorlíf Kaftarlíf. Eftir Einar S. Frímann, rithöfimd. Það var ákveðið að mæla fyrir vegarstæði í kauptúni einu. Það átti að gerast að haustlagi, svo hægt yrði að hefja verkið tafarlaust um vorið, er snjóa leysti. En snjóarnir féllu þá fyr en varði, svo miklir, að því varð ekki við komið um haustið. Á útmánuðum næsta vetur var snjólaust og ein- munatíð, þá kvaddi verkstjórinn mig til fylgdar við sig í áðurgreint kauptún, kvaðst hann vilja ljúka mælingunni áður en hann léti hefja vinnu um vorið, því ærin voru þá verkefni. Eg var að hugsa um það á leiðinni þangað, hvort þar væri ekki einhver sem eg þekti. En eg mundi þá í svipinn ekki eftir neinum. Snemma næsta morgun, eftir að við komum þangað, hófum við mælinguna. Veðrið var yndælt. Við vorum í besta skapi og sóttum verkið af kappi. Meðal þeirra húsa, sem vegurinn átti að liggja nærri, var barnaskólinn. Lækur einn rann framhjá honum og þurftum við að mæla þar fyrir brúar- stæði. Dvaldist okkur þar því nokkuð. Það var ein- mitt í þann mund er kensla skyldi hefjast. Börnin

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.