Lífið - 01.09.1936, Page 14
172
LÍFIÐ
Viðtökurnar voru ágætar. Sjálfur virtist hann
ekki mikið breyttur í útliti, nema hann var orðinn
nokkuð feitlaginn. Eg dvaldi hjá honum fram
eftir kvöldinu og spjölluðum við á víð og dreif um
skólaminningar, og um ýmsa menn, sem við höfð-
um báðir þekt. Eg færði talið að skólastarfinu og
spurði, hvernig honum félli það.
„0 — o — það er þreytandi — töluvert þreyt-
andi“, sagði hann seinlega og geispaði — langan
geispa.
Þá tók eg alt í einu eftir miklum þreytusvip á
andliti hans. — Hann er víst orðinn syfjaður, hugs-
aði eg og fór skömmu síðar.
Eg var all-langa stund andvaka þá um kvöldið.
Lengst af dvaldi hugur minn við Eystein. — Það
hafði áreiðanlega farist fyrir, að við kyntumst
þetta kvöld, og þegar eg rifjaði upp samtal okkar,
virtist mér alt sem hann hafði sagt svo einkenni-
lega varfærið, tvírætt og hált, að það yrðu ein-
hvernveginn ekki festar hendur á því. Hann hafði
tekið mér mjög alúðlega, og með mikilli kurteisi —-
alt of mikilli kurteisi, fanst mér þá, þegar eg hugs-
aði um það. Það eina sem stóð ljóst fyrir mér voru
síðustu ummæli hans — og geispinn.
Svo var það síðasta kvöldið, sem eg var þarna.
Eg var kominn upp á herbergið mitt og var að
þvo mér, þegar háreysti og ólæti úti fyrir vöktu at-
hygli mína.
Eg gekk út að glugganum og leit út. Milli tíu
og tuttugu strákar höfðu safnast saman og stóðu