Lífið - 01.09.1936, Qupperneq 16
174
LIFIÐ
ur. Skömmu seinna kom eg ofan til þess að borða.
Konan var að hugga drenginn, sem virtist hafa
fengið óstöðvandi gráthviðu, og var þó að reyna að
segja sögu sína.
Hún var á þessa leið:
Einn af skólastrákunum — þetta voru flest stálp-
aðir strákar — sumir litu út fyrir að vera um ferm-
ingu — eftir stærðinni að dæma — hafði náð í
villikött og hent honum út af bryggjunni. Nokkrir
tóku svo að verja honum land með gi'ótkasti, og
brátt óx strákahópurinn og komst í algleyming við
þessa skemtun. Veslings dýrið mæddist á sundinu,
en þorði ekki að leita lands fyrir grjótkastinu.
Sonur veitingakonunnar kom þar að og var víst
það skárstur, að hann vorkendi skepnunni og
skammaði hina strákana fyrir athæfið og vildi
bjarga kettinum. Sú viðureign var það, sem eg
hafði orðið sjónarvottur að, og móðir drengsins
gerði svo skjótan enda á.
Mér ofbauð þetta athæfi og sárnaði mest að hafa
verið sjónarvottur að þcssu, án þess að hafa skilið
hvað var að gerast.
,,Hvað varð svo um köttinn?“ spurði eg.
,,Hann var víst druknaður þegar eg fór“, sagði
drengurinn. ,,Mér sýndist hann seinast fljóta á
hliðinni. Sumir steinamir hafa víst hitt hann“.
Mér leið illa eftir þetta atvik, og gat varla um
annað hugsað í bráðina. Eg eirði ekki inni og fór
því út á götu.
Þetta þarf Eysteinn að fá að vita, hugsaði eg
með sjálfum mér, hér verður hann að taka í taum-