Lífið - 01.09.1936, Page 28

Lífið - 01.09.1936, Page 28
LÍFIÐ Olöghlýðni og slys. Eftir Bjöm Bl. Jónsson, löggæslumann. Vel getur verið, að mörgum detti í hug að þetta sé fremur óskemtilegt aflestrar, en ónauðsynlegt er það ekki, því enginn getur neitað því, að Islending- ar yfirleitt eru ólöghlýðnir og þykir oft og tíðum heiður að því að brjóta jafnvel hin nauðsynleg- ustu lög og reglur. Og breyting til bóta getur ekki orðið á því fyr en almenningur þekkir og skilur nauðsyn þess að fara eftir settum lögum og regl- um. Áður en eg kem að aðalatriði þessarar greinar, vil eg víkja með nokkrum orðum að lögum yfirleitt. Flestir munu vera sammála um það, að grund- völlur allra þjóðfélaga hljóti að vera einhvers- konar lög, og á það við jafnt, hvernig sem skipu- lag þjóðfélagsins er að öðru leyti. En stór þátt- ur allrar löggjafar í hverju siðuðu þjóðfélagi hlýt- ur að vera það, sem eg vil kalla einu nafni vemd- arlöggjöf, er svo aftur skiftist í ýmsa ólíka laga- flokka, sem þó eiga það sameiginlegt, að miða að því að vernda einstaklinginn og þar með þjóðfé- lagið, annað hvort vernda einstaklingana gegn öðr-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.