Lífið - 01.09.1936, Side 53

Lífið - 01.09.1936, Side 53
LIFIÐ 211 hve háðslega hann sagði þetta. Honum fanst að vonum hlægilegt, að bændur skyldi velja mál- gagni sínu nafn, sem þeir kunnu ekki að bera fram! Allir þeir, sem þekkja eitthvað til dönsku, vita, að í því máli er fjöldi orða, sem Danir kalla fremmed-ord (tökuorð), og eru þau skýrð í sér- stakri orðabók: fremmed-ordbog. Þessum orðum fer sífelt fjölgandi, eftir því sem erlend menning- aráhrif verða margbrotnari. Þau mynda sér sér- stakt lag á tungunni. Flest eru þau af grískum og latneskum uppruna. Þó ber minna á þeim í latnesk- um málum eða blendingsmálum, eins og ensku. Yfirleitt er alþýða manna sólgin í að nota þessi orð. Henni finst þau vera „fín“ og heldur að það sé menningarmerki að henda þau á lofti. En henni ferst það einatt óhönduglega. Hún skilur ekki stofnana, sem þau eru mynduð af, glæpist á merk- ingunni. Það er ærinn vandi að bera þau fram: á- herslan er óregluleg, sum á að bera fram á frönsku, sum á ensku, sum á ítölsku. Það er heil grein danskrar málvísi, að safna saman og skýra afbök- uð og misskilin tökuorð í alþýðumáli. En hitt þarf naumast að taka fram, að sá, sem ber þessi orð rangt fram, eða hefir þau í rangri merkingu, verð- ur að athlægi meðal þeirra, sem betur vita. Enn er sá bálkur erlendra orða, sem íslenskan hefir veitt viðtöku, furðu lítill. Alt frá fornöld hefir meira verið gert að því hér á landi, að ís- ienska erlend orð en að gefa þeim þegnrétt í mál- iuu. Erlend orð hafa komið hópum saman og týnast 14*

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.