Lífið - 01.09.1936, Page 75
LÍFJÐ
233
skiluðu sæmilega því námsstarfi, sem þeim var
ætlað.
Slík eru áhrif mikilla reykinga á ungum aldri.
Mun fátt hraðvirkara til eyðileggingar, siðferðis-
legrar, vitsmunalegrar og líkamlegrar.
Eg hefi haft allmikið af tilvitnunum mínum frá
Bandaríkjunum. Er það bæði vegna þess, að þar
er meira um skýrslur og rannsóknir en víða ann-
arsstaðar, og sömuleiðis af því, að eg hefi meiri
gögn þaðan.
Nú vil eg tilfæra álit Norðmannsins Henriks
Lund. Hefir hann samið bók, er hann nefnir:
Heilræði, og er hún til í íslenskri þýðingu eftir
Hallgrím Jónsson skólastjóra. Henrik Lund segir:
,,Allir vita, að morfín og önnur slík efni eru
skaðleg, og þarf því ekki að eyða löngum tíma í
að tala um þau. Áhrif þeirra eru sterk og banvæn
heilsu manna. Afleiðingin af að skifta við þvílíka
okrara er aldrei annað en óbrigðult gjaldþrot.
Tóbakið er ekki eins bráðdrepandi, en skaðsem-
ina viðurkenna allir. Verkanimar eru hægar, nema
þess sé neytt í mjög miklu óhófi. Þetta villir menn.
Og þar að auki er tóbaksnautn megn óvani, sem
unglingar taka eftir eldri mönnum, jafnaðarlega
af tómri eftirhermulöngun. — Þegar þeir svo eru
komnir til vits og ára, geta þeir ekki vanið sig af
ósómanum, svo táplausir eru þeir.
Tóbaksnautn er landplága. Hún reitir of fjár af
bjóðum. Hún skemmir heilsu manna og híbýlaloft.
Og ekki hika menn við að reykja í návist barna.
^eir, sem reykja, taka ekki tillit til annara en