Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1952, Page 18

Sameiningin - 01.09.1952, Page 18
64 Sameiningin Hátíðisdagur í Argyle Það var dýrðlegt veður, sunnudaginn 13. júlí s.l., sól- skin og svalviðri; þann dag var hátíðisdagur í Argyle. Guð og náttúran og fólkið tjaldaði því bezta sem til var. Það var sameiginleg guðsþjónusta í kirkju Frelsissafnaðar, hófuð- kirkiu byggðarinnar og prestakallsins, og við þá athöfn var hinn nýkjörni prestur safnaðanna séra Jóhann Fred- riksson hátíðlega settur inn í embættið af séra Valdimar J. Eylands forseta kirkjufélagsins. Séra Valdimar prédikaði, söngflokkurinn söng hátíðlega, og Mrs. Ester Ingjaldsson söng einsöng (Solo). Séra Jóhann flutti stutta ræðu á eftir. Þá var hlé um stund þar til skemtiskrá hófst, þar sem séra Jóhanni og fólki hans var opinberlega fagnað. Söngflokkur- inn söng nokkur lög og forsetar safnaðanna buðu séra Jóhann og fólk hans velkomið, H. S. Johnson (Fríkirkju), Tryggvi Johnson (Immanuel, Baldur), F. Frederickson (Glenboro) og B. S. Johnson (Frelsis), hann stjórnaði einnig skemtiskránni með sínum vanalega skörungsskap. G. J. Oleson talaði fyrir hönd alls prestakallsins, er ávarp hans birt hér á eftir. .Ræður fluttu prestarnir þrír, sem viðstaddir voru: Séra V. J. Eylands, séra J. Fredriksson og séra Ross Stewart frá Glenboro, flutti hann einnig kveðju frá presti United kirkj- unnar á Baldur, Mr. Johnson, sem ekki gat verið við- staddur. Kaffi og beztu veitingar var öllum gefið að lokum í Argyle Hall. Stóðu konur byggðarinnar fyrir því með sínum alvana skörungsskap. Um 200 manns voru þarna samankomn- ir, og var það fríður hópur. Minnti það nokkuð á gamla tíð, þegar öll byggð ísl. í Argyle sótti þessa höfuðkirkju bæði fyrir guðsþjónustur og aðrar samkomur, var þar oft fjöl- menni og frítt föruneyti. Argyle fagnar séra Jóhanni og býður hann velkominn og vonar að starf hans verði honum og byggðinni til marg- faldrar blessunar í bráð og lengd. ☆ ☆ ☆ Ég er mjög glaður að geta verið hér í dag og taka þátt í þessari athöfn, sem í alla staði er svo hátíðleg. Það er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.