Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1952, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.09.1952, Blaðsíða 22
68 Sameiningin guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og bless- aði þau.“ Það er kunnugt að mönnum kemur ekki að öllu leyti saman um hvernig skilja skuli þessa málsgrein. Fyrir mín- um huga er hér átt við barnslegt lítillæti, þá auðmýkt sem fyrir Guði gildir. Heilbrigt barn tekur heilhuga við því sem það langar í. Fullorðni maðurinn á að skilja það, að mannssálin, barnssálin, þarfnast skírnarinnar ekkert síður nema fremur sé, en að líkammn þarfnast næringar, hrein- lætis og skjóls. Það er ekkert að finna í orðunum: „Leyfið börnunum að koma til mín“ er hafi á móti ungbarnsskírn, heldur er þar áminning um að flytja börnin til Jesú Krists. Og það hlýtur að vera gildur vegur, sá er hann sjálfur sagði fyrir um. ☆ ☆ ☆ Ég fór út um kveldið eftir að ég var búin að lesa um- rædda blaðagrein, sem vikið er að í upphafi þessara lína. Klukkan var nærri tólf á miðnætti. Það var dimt úti — niðamyrkur. Mér fanst eins og myrkrið væri margfalt, þykt og þungt í kringum mig. Og þyngst og margfaldast eftir því sem ég gekk lengra út í garðinn frá húsinu. Er ég stans- aði svo þarna úti, var ég auðvitað umvafin myrkrinu. Það hjúpaði mig gersamlega. Myrkrið var ákveðinn virkileiki. En þó ég rétti út hendina, aðra eða báðar, þá gat ég ekki gripið myrkrið. Ég gat heldur ekki strokið það af mér. Ég gat hvorki aukið við það né minkað það þó það umlyki mig þarna. En — ljósið frá glugganum, það stefndi beint út í myrkr- ið eins og ég hafði gert, er ég kom út, — Og ljósið klauf myrkrið. Þar sem ljósið náði til, ÞAR VAR EKKERT MYRKUR. Aðeins ljósið hverfði myrkrinu á bug. Ein smáljósrák — smá í samanburði við hinn stóra geim fullan af myrkri, liverfði myrkrinu á bug þar sem hún skein á. Minn lífs- máttur orkaði engu um þetta nema aðeins með því að kveikja ljósið í húsinu. Þó var bæði myrkrið og ljósið virki- leiki. Skírnarnáðin er virkileiki. Rannveig K. G. Sigbjörnsson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.