Sameiningin - 01.03.1953, Side 5
Sameiningin
3
hlutverk allt umhverfis gröf Krists. Þau eru að birta upp-
risumáttinn og brosa mót lífgjafa sínum, sólunni, sem sendir
þeim sendiboðana hlýju og björtu, geislana, til að þerra
daggartárin, sem um nóttina höfðu fallið á blöð þeirra.
í dag er páskadagur. Frásagan gamla um það, sem gerðist
við gröf Krists, er eins og bjartur sendiboði, sem kemur á
hverju ári með sannindin dýrðlegu um lífið, um eilífan dag,
sem rís við hafsbrún dauða.
Vér, vegfarendur lífsins, förum í dag út að gröf Krists.
Vér förum þangað til þess að vekja og sækja líf ljúfustu
vonunum, til þess að fá ráðningu hins dýrðlegasta draums
mannsins. Sólin skín, vorboðarnir hvísla og benda. Og við
gröfina er sendiboði lífsins, og mælir því máli, sem menn-
irnir skilja, þau orð, sem þeir öldum saman hlustuðu eftir og
þráðu að heyra: „Hann er upprisinn, hann er ekki hér.“
Hann, sem gekk meðal mannanna klæddur samskonar
líkama efnisins og þeir. Hann, sem skildi til hlítar reynslu
vora, af 'því að hann sjálfur fór þyrnum stráða leið, á eggja-
grjóti reynslunnar. Hann, sem vissi það, hvað það var að vera
einn á kaldri braut, að eiga hvergi höfði sínu að að halla.
Hann, sem þekkti hvað það gat orðið ömurlegt, þegar skýin
lögðust yfir. Hann, sem svo oft horfði á tár mannanna við
ástvinaskilnað og sjálfur grét við vinargröf. Hann er upp-
risinn, hann, sem var misskilinn, svívirtur, píndur, kross-
festur. Hann er upprisinn.
Páskahátíðin er óendanleg sigur- og fagnaðarhátíð.
En það eru ekki allir, sem fagna á páskunum.
Það er til alveg gagnstæð skoðun, sem frá öndverðu
hefir verið uppi í heiminum og á marga fylgjendur á vorum
dögum. Ég á við efnishyggjuna, sem (í þessum skilningi) á
sér enga upprisusól. Vantrúar og efasemdarmennirnir koma
og segja: Hvað hefir kirkjan að bjóða okkur annað en þessar
gömlu upprisufrásögur, sem við engan veginn teljum okkur
skylt að trúa.
Ég hygg, að þótt langt sé nú liðið frá því, er Kristur með
upprisu sinni leiddi í ljós lífið og ódauðleikann, þá muni
ýmsir þeir atburðir, sem nú eru að gerast í samtíð okkar og
enginn efast um, sízt vera betur staðfestir en frásögurnar
um það, er Kristur var að birtast vinum sínum eftir að hann
var krossfestur á föstudaginn langa.
Páskasólin, hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur, boðar
nýja tíma, nýtt land, handan við gröf og dauða.