Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 8
6
Sameiningin
og gaf því stað í hlýju húsi, þar sem vetrarkuldinn gat ekki
sakað. Litla greinin dó ekki, en viku eftir viku var engin
sjáanleg framför, enginn vottur vaxtar. Hún aðeins lifði. En
einn góðan veðurdag sá ég ofurlítið horn koma út úr stofnin-
um rétt niður við moldina, og eftir nokkra daga var þessi angi
orðinn að undur smáu laufblaði. Sagan hélt áfram: eitt blað
eftir annað kom út úr stofninum. Að því kom, að ég skar burt
fyrsta stofninn. Og nú eignaðist unga jurtin nýjan stofn og
laufblöðunnum hélt áfram að fjölga. Þessi unga tilraun var
orðin að snoturri jurt, og altaf fór hún stækkandi. Þegar
fram liðu stundir, sá ég eitt sinn, er ég aðgætti hana, undur
smáan auðan depil. Hann aðeins sást, svo var hann lítill,
en hann stækkaði þagnað til hann var orðinn að útsprungnu
rauðu blómi, og þar var stöðugt áframhald. Unga jurtin tók
sér enga hvíld. Nú er hún al-þakin fögrum rauðum blómum
og jurtin sjálf prýðilega vaxin með aðdáanlegu jafnvægi.
Hver var orsökin að öllum þessum og öllum slíkum breyt-
ingum? Hér var að verki hinn einkennilegi, óskiljanlegi,
dásamlegi kraftur, sem nefnist líf. Þetta er dæmisaga úr
hinu nytsama jurtalífi jarðarinnar.
Frelsarinn benti einmitt á þetta líf, þegar hann sagði:
„Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa.“ Það er
hið sama og að benda mönnum á lífið, því vöxtur án lífs
getur með engu móti átt sér stað.
Þótt unaðslegt sé að læra það af blómunum, sem af
þeim verður með réttu lært, er það samt sannleikur, að líf
mannsins er æðra en líf blómanna. Þessvegna verður hann,
að auðga líf sitt frá æðri uppsprettu en þeirri, sem endur-
nærir líf blómsins.
Hver er sú æðri uppspretta, og hvaða hjálp stendur
manninum til boða á því sviði? Á það viljum vér benda.
í hinni helgu bók lesum vér: „í upphafi var orðið, og
orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. í því var líf, og lífið
var ljós mannanna." (Jóh. 1:1.—4.). „Og orðið varð hold og
hann bjó með oss fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð
hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður.“ (Jóh. 1:14.).
„Jesús segir: ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið.“
(Jóh. 14:6). „Þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefir gefið oss
eilíft líf og þetta líf er í hans syni. Sá, sem hefir soninn,
hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið.“
(1. Jóh. 5:11.-12).
Vér getum dregið þessar himnesku staðhæfingar í færri