Sameiningin - 01.03.1953, Side 9
Sameiningin
7
orð og sagt: Guð er hin fullkomna uppspretta allra andlegra
gæða, og sonurinn, Jesús Kristur, flytur hana til mannanna;
en ég vil biðja yður að veita eftirtekt hinni óviðjafnanlegu
lýsingu á þessari uppsprettu, þessu lífi: Það líf er „ljós
mannanna.“ Þar er ekki einungis máttur, heldur er þar einnig
guðdómleg fegurð, himneskur kærleikur, frelsandi náð.
Sérhverjum manni, sem þetta líf meðtekur, verður það veg-
vísir til nytsams lífernis.
Kirkja Krists á jörðinni flytur boðskapinn um þetta líf
út um öll lönd heimsins, og' vill láta öll mannanna börn
eignast þetta óviðjafnanlega ljós. Hún vinnur verk sitt með
prédikun orðsins, heilögum sakramentum og með leiðsögn
undir áhrifum Heilags anda. Nokkur hluti þess starfs sendur
í sambandi við kirkjuárshátíðir og sérstök tímabil, sem
hafa vekjandi áhrif.
Þar vil ég fyrst nefna langaföstu og með henni hina
óviðjafnanlegu Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Tilgang-
ur beggja er sá að leiða menn að krossi Jesú Krists, þar sem
framkvæmt var hið fegursta og guðdómlegasta verk, sem
nokkurn tíma hefir verið unnið á jörðunni: Það að fórna
lífi sínu mönnunum til eilífrar sáluhjálpar.
Hver einasti maður, sem þiggur þá gjöf getur í sannleika
sagt:
„Þíns hjartadreyra heilög lind,
hreinsar mig vel af allri synd.“
Sannarlega vill hann öllum vera vegurinn, sannleikur-
inn og lífið. Bæði orð hans og eðli sýna leiðina að öllu hinu
guðdómlega; hann ekki einungis flutti mál sannleikans,
heldur einnig var alt hans líf hreint og satt; hann leiðir oss
að uppsprettu lífsins í Guði.
„Hjartans instu æðar mínar
elski, lofi, prísi þig.“
Og svo kemur sigurinn á páskunum. Að vísu var sigur-
inn í raun og veru unninn á krossinum, en hann varð mann-
kyninu augljós á páskunum.
Sannarlega er líf hans ljós mannanna.
„Drottinn Jesú, líf og Ijós
oss þín blessuð elska veitir;
öllu stríði loks þú breytir
sælurikt í sigurhrós.“