Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 25
Sameiningin 23 Hugleiðing „Alt rnegna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“ Fil. 4:13. Eitt af því sem okkur mönnunum hættir við svo rauna- lega oft, er að láta hugfallast, og gefast upp í starfi og stríði hins daglega lífs, og þá einnig í guðræknis iðkunum okkar og bænarlífi. Þær stundir koma, að okkur finnst við vera „að syngja okkar síðasta lag, og sálar okkar brunnar vera að þorna.“ Sjálfsagt er það mikið undir upplagi manna komið, hversu oft þeir fá svo dapurlegar heimsóknir, og hvernig þeir bregðast við 'þeim. Sumir fyllast gremju, beisk- yrðum og ómildum dómum. Aðrir, og það eru venjulega þeir sem finna sárar til, bera harma sína í hljóði. Líklega eru þeir miklu fleiri en okkur grunar almennt, sem eiga í stríði við sjálfa sig á þessum vettvangi, og það jafnvel á meðal þeirra, sem við teljum eftirlætisbörn tilverunnar. Þess vegna ætt- um við aldrei að öfunda aðra, eða telja okkur trú um að annara manna kjör séu ævinlega betri en okkar eigin. Ann- ars skyldi maður nú ætla, að sá sem situr í háu sæti, krýndur frægð og valdi, þurfi aldrei að leyfa aðsókn dapur- legra hugsana: „Enginn skilur hjartað, nær hauður byrgði rúm, hátta sá ég Gylfa í konunglegt rúm. Með hryggðarsvip hann mændi auða sali á. Af augum hnigu társtraumar, hver skyldi þá? Maður skyldi ætla, að stórríkur maður, sem getur veitt sér alla hluti, þyrfti ekki að vera áhyggjufullur: „Enginn skilur hjartað, því auðugan hal áðan sá ég reika í gullkrýndum sal. Féllu tár af augum á fépyngju títt. Fölan svip og harmþrunginn — Hver getur þýtt?“ Maður skyldi ætla, að engin hryggð næði til móðurinnar, sem ung og blíð leikur við barnahópinn sinn: „Enginn skilur hjartað, því yngsta soninn sinn hún áðan lagði í vöggu, með rósrauða kinn. Hún andvarpaði sáran, og Alvald hjálpar bað. Af augunum hrundu tárin, hver skyldi það?“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.