Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 10
8
Sameiningin
Vígslulýsing
Eftir séra JÓN BJARNASON, D.D.
12. sunnud. eftir Trinitais (27. ágúst) 1871
Náð sé með yður og friður frá guði vorum föður fyrir
drottin vorn Jesúm Kristl
„Ég sé himnana opna.“ — Guðsmaðurinn Stefán stóð
frammi fyrir ráði Gyðinganna; þeir voru þá reiðubúnir að
út ausa yfir hann öllu því hatri og heipt, er gagntekið hafði
hjörtu þeirra. Þá segir ritningin, að hann , fullur af heilögum
anda, hafi horft til himins, litið guðs dýrð og Jesúm standa
við guðs hægri hönd, og þá hafi þessi friðsælu orð heyrzt af
af munni hans: „Ég sé himnana opna og mannins son standa
til hægri handar guði.“ Það var kraptur guðs heilaga anda,
sem hreif huga hans upp úr ofsókninni, er þá var að líða
yfir hann; það var heilög trúarsjón, er nam sálu hans burtu
af þeim eymdarstöðvum, er illska Gyðinga reyndi til að
gjöra honum óþolandi; það var ímynd hins kvalda og kross-
festa kennara hans og endurlausnara, sem í andaslitrunum
gjörði hann svo öruggan og hugprúðan, að hann ekki einungis
gat svo rólega, eins og hann gjörði, falið sinn anda í hendur
drottins Jesú, í því svefn dauðans var að síga á hann, heldur
einnig, að dæmi síns blessaða lausnara, bað þeim svo inni-
lega guðs fyrirgefningar, sem kvöldu hann svo sárlega til
dauða. — Ó, hver getur hafið sig svo hátt upp úr sinni dýpstu
niðurlæging og eymd? Hver getur skinið svo skært, þegar
öll heimsins huggunar-ljós eru slokknuð og maðurinn er
orðinn einstæðingur mitt í náttmyrkrum syndanna? Hver
getur lifað svo fögru lífi mitt í dauðanum? Hver, nema sá,
sem, eins og Stefán, fær að sjá himnana opna og morgunroða
eilífðarinnar bregða fyrir í sálu sinni?
Það er að vísu að miklu leyti hulið fyrir oss mönnunum,
hvernig heimurinn hefði verið, ef syndin hefði ekki gjört
hann eins og hann er; en vér höfum bæði reynsluna og eins
orð heilagrar ritningar fyrir oss í því, að því lengra sem
þjóðirnar hafa villzt frá þekking hins sanna guðs og þar
með einnig frá góðum siðum, því dýpra hafa þær einnig
sokkið í allskonar andlega eymd, því úrræðalausari hafa
þær verið í eymd sinni, því færri uppsprettur sannrar sælu
hafa verið að finna á villistígum þeirra þeim til svölurnar og