Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 24
22 Sameiningin því hér um að ræða hina athyglisverðustu samvinnuhreyf- ingu innan kirkjunnar. Þessi kirkja telur um 600.000 með- limi, og auk þess eru nú um 300,000 að nema kristin fræði. Vandamál trúboðanna eru bæði gömul og ný, segir Dr. Van Dusen. Siðferðismeðvitund þessa fólks er víða á mjög lágu stigi, og samfarir kynjanna hefjast snemma og eru fáum takmörkum háðar. Ein kirkjudeildin hefir komið á fót stóru heimili fyrir ungar stúlkur; eru þær teknar í vist á aldrinum 6—8 ára, og hafðar þar í eins konar klaustri unz þær giftast. Er þetta gert til að reyna að þroska hjá þeim skírlífishugsjónina og undirbúa þær fyrir hið mikla hlut- verk, að verða kristnar konur og mæður. Trúboðsstarf mótmælenda í Afríku, á sem stendur, við þrjú aðalvandamál að etja, segir Dr. Van Dusen: 1) Marg- víslega upplausn á sviði mannfélags, fjárhags og stjórnmála, sem stöðugt gerir meira og meira vart við sig, og smá færist frá vesturströndinni austur og suður á bóginn; 2) fjölþætt afskipti hinna ýmsu landsstjórna á sviðum, sem hafa fram. að þessu verið eingöngu á valdi trúboðanna; 3) útþenslu róm- versk-kaþólska trúboðsstarfsins, einkum í þeim nýlendum sem eru undir umsjón Frakka, Belgíumanna, Portugala og Spánverja. En Van Dusen er bjartsýnn á framtíðina. „Þegar maður hoppar land úr landi, og frá einu meginlandinu til annars, þá breytist alt: loftslagið, klæðaburðurinn, hörundsliturinn, siðvenjur, tungumál og þjóðhættir. Það er aðeins eitt, sem er allstaðar eins — kristnir menn og krislin kirkja." Á annari öld ritaði ónafngreindur kristinn maður vini sínum, Diognetusi, á þessa leið: „Það er sálin er líkamanum, það er kristin kirkja heiminum . . . . Vel má vera að þýð- ingarmesti dómur sögunnar um þessa upplausnaröld, sem við lifum á, verði einmitt þessi: kristindómurinn er sál heimsins, hann hefir haldið þjóðunum í skefjum, og verndað heiminn frá eyðileggingu.“ —Lauslega þýtt úr „TIME“, 30/3 53. ----------☆----------- Tvær ritgerðin, sem birtast í þessu hefti Sameiningar- innar, efir séra Jón Bjarnason, hafa ekki verið birtar áður á prenti. Önnur þeirra „Droparnir“ barst oss frá s'éra Rúnólfi Marteinssyni, D.D., en „Vígslulýsingin“ kom úr handrita- safni hans, sem verið hefir í vörslu Miss Theod. Herman hér í Winnipeg.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.