Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 11
Sameiningin
9
hressingar. Þær sjá ekki dýrð drottins og hinn dásamlega
fögnuð, sem hún færir hjörtum mannanna, af því að þær
leita yndis á vegum dauða og syndar, þar sem drottinn er
ekki að finna. Hið heilaga hlýtur að vera frá skilið hinu
vanheilaga; syndin og dauðinn hlýtur að ríkja innan vé-
banda myrkranna, og fjársjóðir huggunarinnar hljóta að
vera lokaðir fyrir hinni föllnu kynslóð, meðan drottinn reisir
hana ekki sjálfur við, lætur himnana opnast fyrir augum
hennar og sýnir henni mannsins son, þann, er burtu ber
heimsins synd, standa til hægri handar guði, endurlausnar-
ann Jesúm Krist, hinn almáttka konung náðarinnar, ljóssins,
lífsins og sannleikans. — Sú dýrðlega stund átti að upprenna
þjóð Gyðinga, að fortjald musterisins rifnaði í sundur og
sérhver maður fengi héðan úr þessu stundarheimkynni að
líta inn í leyndardóm hins allra helgasta. Við krossdauða
Jesú Krists var tíminn kominn, þá er hin himneska huggun
hjartnanna, er allt þangað til hafði verið hulin öllum þorra
manna, allt í einu varð aðgengileg hverju mannsbarni, og
það eigi einungis meðal Gyðinga, guðs útvöldu þjóðar,
heldur og einnig meðal hinna frá villtu heiðingja víðsvegar
um allar álfur heimsins; og vér getum með sanni sagt, að
þá hafi himnarnir opnazt yfir höfðum mannanna og sól
eilífrar huggunar og friðar upp runnið öllum Jesú nafns
játendum, sem viljað hafa opna augu sín og hefja þau til
himna.
„Ég sé himnana opna.“ — Það var hin fyrsta trúarhetja
kristninnar, sem þannig talaði á sinni dauðastundu; það var
hinn fyrsti píslarvottur kristilegrar kirkju, sem með þessi
orð á vörum gekk gegn um grjóthríðina frá hinum óðu of-
sóknarmönnum sínum út í grimman og kvalafullan dauða.
Ó, hve dýrðlegt og háleitt er upphaf sögu kristilegrar kirkju
hér í tímanum! en þá líka, hve vegsamlegt er áframhald
hennar allt fram að þessum degi! Það voru forlög hins litla,
en þó blómlega, lærisveinahóps drottins Jesú Krists, að eiga
sífellt að sæta ofsóknum og aðkasti af hinum ólmu óvinum
kristindómsins; og fyrir mörgum þeirra átti það einnig að
liggja, að krýna hið baráttufulla æviskeið sitt með bitrum
kvölum á sinni dauðastundu. En allt um það ljómaði ljós
trúarinnar svo skært í sálum þeirra, og hinn andlegi friður
hins himneska andlega leiðtoga þeirra svalaði svo sætlega
hinum særðu hjörtum, að mitt í angistinni, þrautunum og
þrengingunum fannst þeim nærri því optlega, að þeir lifðu