Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 15
Sameiningin
13
Droparnir tveir
(INGEMAN)
LesiÖ á miðnœturfundinum í Fyrstu lútersku kirkju,
Winnipeg, á áramótum 1905—1906
Gamall og þungbúinn klausturmaður sat sumarnótt
eina í klefa sínum með bók fyrir framan sig, þar sem ævisaga
hans var í letur færð, og að vanda vildi hann nú einnig
skrásetja þar hinar og aðrar guðrækilegar hugsanir, áður
en hann legði sig til svefns í líkkistunni, sem var við hlið
hans, og var af honum höfð í rekkjustað. Hjá lampanum stóð
krossmark með höfuðkúpu undir og voru þar á rituð þessi
orð: Memento mori (Minnzt þess, að þú átt að deyja); einnig
stóð þar stundaglas, sem hann ósjálfrátt sneri við í hvert
skipti, sem það var gengið út. í hægri hendi hélt hann á
penna með bleki í, og safnaðist blekið smá saman yzt í
pennasnápinn og varð að dropa. Hann einblíndi á hinn
svarta dropa, og virtist hann jafnframt sokkinn niður í
hugsun þá, er hann vildi í letur færa; en það var eins og
hugsunin yrði stærri og þyngri eftir því, sem hann velti
henni lengur fyrir sér. En svarti dropinn í pennanum varð
líka stærri og þyngri; þó datt hann ekki úr pennanum.
Hann var að hugsa um uppruna og eðli hins illa og þýð-
ing þess hjá öllum sálum. Einkum hugsaði hann um það,
þegar hið illa hefði fyrst hreyft sig í hans eigin sál, og um
sérhverja mynd, sem það hefði birzt í, í lífi hans frá því
fyrst, er hann var ungt barn allt til síðustu stundar elli-
ára hans, sem hann vissi að nú myndi renna út samfara
síðasta sandkorninu í stundaglasinu.
Hver einstök þeirra margvíslegu freistinga, sem hann
með hinni sterku trú sinni og viljakrafti anda síns hafði
sigrazt á, birtist honum að nýju í þeirri mynd, sem mest
var lokkandi, og hann skelfdist. Það var eins og barátta sú,
sem hann endur fyrir löngu hafði farsællega komizt út úr,
með öllum illum öndum veraldlegra girnda og tælinga væri
aftur að byrja og hann ætti nú á dauðastundinni að verða
yfirbugaður af öflum þeim öllum sameinuðum, sem hann oft,
þótt hann beitti allri orku æru sinnar og manndóms, aðeins
með naumindum hafði getað sigrazt á, er þau hvert um sig