Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 13
Sameiningin
11
fæddi endurlausnari ætti heima, eins hefir reynslan sýnt,
að á öllum öldum hefir himnesk leiðarstjarna fylgt læri-
sveinum drottins víðsvegar um veröldina og bent þeim upp í
himininn á heimkynni hins uppstigna endurlausnara og
hinn síðasta áfangastað allra guðs barna. Vér þekkjum allir
þessa andlegu leiðarstjörnu; vér þekkjum allir guðs heilaga
orð, sem Jesús Kristur flutti oss úr föðursins skauti og hefir
síðan látið sinn blessaðan náðaranda varðveita hjá oss sífellt
lifandi, sífellt kröftugt, sífellt almáttugt. Þetta almættisorð
hljómar ávallt í kristnum söfnuðum, og þær sálirnar eru
óteljandi, sem einungis fyrir þess huggandi krapt, hefir verið
vært hér í þessum dapra náttstað syndanna. Þótt sjálfur kon-
ungur kristninar sé nú ekki sýnilega nálægur lærisveinum
sínum eins og í hinni fyrstu kristni, þótt ekki opnist himn-
arnir nú á sama hátt sem þá fyrir sjónum sannkristinna
manna, þá er þó dýrð drottins allt eins auðsæ nú eins og þá.
Þú sér himnana opna, kristinn maður, þegar þú fyrir drott-
ins orð ber bæn þína fram fyrir föður þinn á himnum; þú
sér himnana opna, þegar fyrirheit heilagrar ritningar for-
klára saklausan fögnuð hjarta þíns; þú sér himnana opna,
þegar drottins blíðu huggunarorð friða hið sorgmædda hjarta
þitt; og þú sér himnana opna, ef þér á dauðastundu þinni
verður veitt, að minnast andlátsorða endurlausnarans sjálfs
og kveðja heiminn, sáttur bæði við guð og menn. Og þess
viljum vér sannarlega allir óska; og vér biðjum og vonum,
að orð drottins veki oss í tíma, svo vér, að minsta kosti þegar
mest á liggur, sjáum þig, Jesú Kristur, í þinni dýrð.
„Ég sé himnana opna.“ — Þessi orð getum vér tekið oss
í munn með dýrðlegri lofgjörð guðs barna, í hvert skipti
sem hið blessaða evangelíum Jesú Krists hljómar í eyrum
vorum, í hvert skipti sem einhver guðleg athöfn á að fram
fara í helgidómi drottins. Það er guðleg rödd, himnesk rödd,
sem kallar oss, mannanna börn, til kirkju, og minnir oss á
hina síðustu allsherjar samkomu allra manna úr öllum heimi
og frá öllum öldum fyrir handan takmörk tímans, og sú rödd
á líka ávallt að helga sálir vorar meir og meir, svo þær,
þegar þeim loksins verða himnarnir algjörlega opnaðir, geti
hnigið í náðarfaðm frelsarans og fagnað hans dýrð um alla
eilífð.
Innan lítillar stundar á í augsýn þessa kristna safnaðar
að fram fara hátíðleg, guðleg athöfn, sem getur minnt oss alla
á það lífsafl, sem guðs heilögu orðum er samvaxið. Út úr hóp