Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 26
24 Sameiningin Það fer eins, hvar sem við leitum, því „alls staðar er harmur, og alls staðar er böl Alls staðar er söknuður, tárafull og kvöl. Skilið eigi hjartað vor skammsýni fær, né skyggnst inn í það hulda, sem nokkuð er fjær.“ Þannig virðist ástatt um okkur öll, að við hljótum að láta hugfallast, nema svo sé að við eigum þann styrk, sem heldur okkur uppi, hvað sem að höndum ber. Ritningar- orðin, sem tilgreind eru að ofan, benda á hann, sem styrk- inn veitir. Páll postuli ritaði þessi orð í bréfi til vina sinna. Það stóð ekki vel á fyrir honum. Menn óttuðust líðan hans og örlög. En það finnast engar harmatölur í þessum „svana- söng“ postulans. Hann segir ofur blátt áfram frá kjörum sínum, og þau voru ekki glæsileg, en svo bætir hann við þessum orðum. Ekki þurfum við að efast um hver sá var, sem gjörði Pál styrkan, svo að hann treysti sér til alls. Enda er það skýrt fram tekið í sumum handritum: „Alt megna ég fyrir KRIST, sem mig styrkan gjörir.“ Þannig var háttað sambandi Páls við Krist, hann studdi sig við hann, og svona er öllu sönnu trúarlífi farið. Fróður maður hefur bent á, að ekki muni vera til í íslenzku máli orð. sem nákvæmlega samsvari enska orðinu „religion,“ sem runnið er af latneskri rót, og þýðir frumorðið „að hallast upp að,“ t. d. vegg, eða stoð. Ef við erum þreyttir ,eða óstyrkir, þá verður okkur fyrst fyrir að hallast upp að því sem hendi er næst. Trúin er það fyrst og fremst að hallast upp að Guði, styðja sig við hann. Sú góða, máttuga vera, sem er sífellt hjá okkur, er Jesús Kristur, og þeir sem styðja sig við hann láta ekki örmagnast. Styrkurinn frá honum er engum takmörkum bundinn, öðrum en vilja mannsins til að taka á móti honum og njóta hans. Athygli okkar er þannig vakin á þessu: Óstyrkleik okk- ar sjálfra, og sífeldri tilhneigingu til að láta hugfallast, og hins vegar á þeim mætti trúarinnar, sem þeim er gefinn sem „halla sér að“ Kristi. Guð gefi okkur öllum trúarþrek til að bera hverja þá byrði, sem okkur kann að vera á herðar lögð, í fullvissunni um samfylgd hans og blessun, sem heitið hefir því, að vera með okkur alla daga.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.