Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 17
Sameiningin 15 Á þennan dropa einblíndi hann nú eins og áður á svarta dropann í pennanum. Hann óx og féll niður, og þar sem hann féll varð hið svarta úthaf heimsvíðáttunnar allra snöggvast að blóðlitaðri móðu; en í sama vetfangi rann sólin upp yfir þann geim, og hann sá, að hafið var orðið að himneskum blómsturvelli. Jafnskjótt varpaði morgunsólin bjarma sínum inn í klausturklefann yfir ásjónu hins aldraða sjáanda; með náfölum yfirlit, en í algjörri ró, lá hann í lík- kistunni sinni, og ásjóna hans var sveipuð himneskjum dýrðarlj óma. Lampinn var brunninn út. Stundaglasið var þó ekki algjörlega runnið í botn; en áður en seinasta sandkornið var dottið niður, höfðu hinir guðhræddu munkar skipað sér umhverfis legurúm hins deyjanda manns og tóku á móti síðustu blessan hans. Penninn hans lá á gólfinu og blekdropi var á blaðinu. í hinum opna glugga klausturklefans stóð blóm eitt rautt, sem hann einu sinni hafði tekið með sér úr Austurlöndum, og var nú rósrauður daggardropi dottinn niður 1 gluggann af einu smágjörvu blaði þess. Hinn deyjandi maður benti út í rósroðann á morgun- loftinu og skýrði bræðrunum með fám orðum frá því, sem fyrir hann hefði borið. Seinasta sandkornið hné niður í stundaglasinu. Rödd öldungsins var þögnuð með bæninni hans síðustu. Hendur hans hvíldu krosslagðar á brjósti hans. Augun voru lokuð; en síðasta andvarp hans var orðið að himnesku brosi á vörum hans. Þegar hann var greftraður, lá bókin með ævisögu hans og hinum guðrækilegu kvöld- hugsunum hans við líkbörurnar. Síðustu hugsanir hans um vald og uppruna hins illa stóðu á seinasta blaðinu, þar sem var blekdropinn stóri; en við hliðina á bókinni stóð rauða blómið enn með hinum löngu lútandi blómsturklukk- um, og var daggardropi eftir sumarnóttina í hverjum ein- stökum hinna smágjörvu bikara þess. Það var blómið, sem á máli grasfræðinga heitir Fuchsia, en annars er vanalega nefnt „blóðdropi Krist“. Auðmjúka liljan sem lifir og deyr, Ijósinu samgróin kennir oss meir; himinsins dóttir, þú heilaga rós, hjarta þitt gagntekur kœrleikans Ijós.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.