Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 12
10
Sameiningin
á hagkvæmri tíð og erfiða fyrir söfnuð hins krossfesta á
degi hjálpræðisins. Þess vegna segir líka postulinn Páll, —
hann, sem var einn með í ofsókninni gegn Stefáni, •— um sig,
eptir að drottinn hafði fyrir löngu tekið hann til náðar og
kjörið hann sér til verkamanns í akri kristninnar: „Vér erum
nærri dauða; en sjá, vér lifum samt; — oss er refsað; en vér
erum þó ekki deiddir; — erum hryggvir, en þó jafnan
glaðir; fátækir, en auðgum þó marga; eigum ekkert, en
höfum þó allt.“ — Allir slíkir máttarstólpar kristninnar sáu
í baráttu sinni gegn ofurefli myrkranna jafnan í anda himn-
ana opna og öðluðust líka þann styrk frá hæðum, er ein-
kenndi allt hið spámannlega líf þeirra og gjörði þeim eða
hinu heilaga málefni, er þeir börðust fyrir, sigurinn vísan.
Allir miklir menn, sem lifað hafa í kristilegri kirkju, hafa
einhvern tíma í anda séð himnana opna, og þá hefir sú
heilaga hugmynd, sem gjörði líf þeirra svo þýðingarmikið
fyrir fjölda fólks, náð að rótfestast í sálum þeirra. Það eru
ekki einungis píslarvottarnir á blóðferli sínum, sem staðið
hafa stöðugir einungis sakir himnesks lífsneista, sem ein-
hverju sinni hefir glæðzt í sálum þeirra, heldur hafa allir
verkamenn í víngarði drottins, hverri náðargáfu sem þeir
hafa átt að fagna, upphaf sinnar ávaxtarsömu lífsstefnu að
þakka einhverju því náðarinnar augnabliki, sem hefir sýnt
þeim inn í djúp himnanna, á líkan hátt og Stefáni píslar-
votti á hans dauðastundu. — Þegar myrkraveldi miðaldanna
stóð sem hæst og gjörði allt sitt til að ofbjóða anda kristin-
dómsins og þeirri blessun, sem honum hlýtur að vera sam-
fara, þá hvarf þó himinsins dýrð aldrei með öllu fyrir augum
einstakra ágætra sálna. Endurlausnarinn hafði áður en hann
sté til himins heitið lærisveinum sínum því, að vera með
þeim allt til veraldarinnar enda; og það fyrirheit rættist
einnig þá, þegar kristin trú sýndist vera sem óðast að hverfa
af jörðu, og heimshyggjan, hræsnin og viðurstyggðin virtist
hafa tekið sér ævarandi bólfestu jafnvel meðal forstjóra
safnaðanna. Þeim tókst ekki að slökkva lífsneistann af jörð-
unni, ekki að loka himninum fyrir hjörtum safnaðanna, ekki
að leiða mennina alveg í villu og vansælu. Aldrei hefir ber-
sýnilegar, en einmitt á þeim tímum, er kristileg kirkja hefir
átt ofsóknum að sæta, bæði utan að, og eins úr sínu eigin
skauti, sézt sú sigursæld, sem henni er ásköpuð. Eins og
ritningin segir oss frá stjörnunni, sem fylgdi vitringunum
alla leið úr Austurlöndum og vísaði þeim á, hvar hinn ný-