Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 22
20 Sameiningin vegna óhagstæðs veðurs. Fyrsti lúterski söfnuður var mynd- aður 11. ágúst 1878, en býst ekki við að minnast þessa af- mælis síns fyrr en í október í haust. Þó má segja að starf safnaðarins allt árið, miðist að nokkru við þessi tímamót. Miklar og afar kostnaðarsamar umbætur á kirkjunni eru í undirbúningi. Fjöldi fólks hefir nýlega gengið í söfnuðinn, og kirkjusókn, einkum við árdegis guðsþjónusturnar, hefir aldrei verið betri en nú. ☆ ☆ ☆ ☆ Annar stærsti söfnuður kirkjufélagsins, Selkirk söfnuð- ur, er stöðugt að sækja fram; og sömuleiðis prestakallið að Mountain. Hins vegar er lítið aðhafst í of mörgum söfnuðum félagsins, veldur þar vandinn gamli, prestaskorturinn. Hvernig á að bæta úr honum? Það verður eitt af vanda- málum næsta kirkjuþings. ☆ ☆ ☆ ☆ Séra Skúli Sigurgeirsson, fyrrum prestur að Gimli, þjónar nú enskumælandi söfnuði, í bæ þeim sem Walters heitir, í suð-vestur hluta Minnesota ríkisins. Söfnuðurinn er ekki mjög stór, (um 200 fermdir meðlimir), en er glaðvak- andi í starfi. $6.500.00 er varið árlega til starfsins, bæði heima fyrir og í hinu víðtæka trúboðsstarfi kirkjunnar. Sumir safnaðar manna leggja fram í safnaðarsjóð $200.00 árlega, og er tillagið borið fram á hverri helgi 1 samskotaumslögum. Presturinn hefir leigulausa íbúð, hið prýðilegasta hús; föst, laun hans eru $3000.00 á ári, auk þess fær hann $300.00 á ári til ferðakostnaðar; einnig fær hann skrifstofukostnað greiddan og síma. Aðsókn að guðsþjónustum á hverri helgi samsvarar öllum fermdum meðlimum safnaðarins að meðaltali. Sameinmgin óskar þeim séra Skúla og frú Sigríði, konu hans, til hamingju með ánægjulegt umhverfi þeirra og blessunarríkt starf þar syðra. En betur hefði henni nú samt liðið, ef kirkjufélagið, sem hún hefir þjónað svo lengi, hefði borið gæfu til að njóta starfskrafta þessara góðu hjóna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.