Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 18
16 Sameiningin Sögulegt kirkjuþing Hið íslenzka evangeliska kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi er nú búið að halda 68 ársþing frá því að það var stofnað. Þau hafa öll verið haldin innan vébanda tveggja ríkja, og tveggja fyl'kja, í Bandaríkjunum og Kanada. Mörg þeirra hafa verið söguleg á þann hátt, að þau hafa markað spor í sögu kirkjufélagsins, mótað stefnu þess og starf, eins og vera ber. Fyrstu þingin voru oft mjög mótuð af baráttu fyrir tilveru félagsins. Var þar oft við ýmsa örðugleika að etja. Menn skorti reynslu í samvinnu í frjálsu kirkjustarfi, fátæktin kreppti skó félagsins, og þá ekki síður margvíslegur skoðanamunur, flokkadrættir og andróður. En stefnan varð brátt fullmótuð, og starfinu miðaði áfram, og naumast verður um það deilt, að kirkjufélagið hafi orðið ekki aðeins langlífasta, heldur og fjölmennasta og áhrifaríkasta félagið, sem útfluttir íslendingar hafa stofnað og starfrækt nokkurs staðar. Aðalhlutverk þess og markmið hefir verið það að halda við og efla hina kristilegu arfleifð, eins og henni hefir jafnan verið haldið fram í hinni alþjóðlegu lútersku kristni; en auk þess hefir kirkjufélagið, beint og óbeint, unnið að íslenzkum þjóðræknismálum, þar sem prédikunar- og fræðslustarf þess hefir, til skamms tíma, að mestu farið fram á íslenzkri tungu. Mörgum þeim, sem um þjóðræknis- mál tala nú, og bera fram sára kveinstafi um afturför í þeim málum, gleyma því að íslenzka kirkjan hér vestan hafs, þrátt fyrir alla misklíð fyrri ára, hefir verið „þarfasti þjónninn“ í viðhaldi íslenzks máls og menningar hér vestan hafs, og því að efla samtök og sérstæða þjóðernismeðvitund meðal landa vestan hafs. Fyrir íslendinga vestan hafs, hefir það jafnan reynzt svo, að það hefir verið skammt á milli guðrækni og þjóðrækni. Þannig hefir það jafnan verið í flestum söfnuðum lúterska kirkjufélagsins alt fram á þennan dag. Nú er viðhorfið að vísu nokkuð breytt í kirkjufélaginu, frá því er áður var, að því er snertir fræðslustarf og pré- dikanir á íslenzku. Framvinda tímans hefir útheimt nýjar starfsaðferðir, og þá einkum aukna notkun enskrar tungu. Hefði ekki sá háttur verið tekinn að nota hina almennu tungu landsmanna, mundi kirkjufélagið nú liðið undir lok. En þótt íslenzk tunga sé að allmiklu leyti horfin af vörum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.