Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 23
Sameiningin
21
Trúboðsstarf kirkjunnar
Dr. Henry P. Van Dusen, forseti hins víðfræga Man-
hattan prestaskóla í New York, er nýkominn heim úr 40.000
mílna ferðalagi í tuttugu þjóðlöndum í fjórum heimsálfum.
Fór hann í ferðalag þetta til að kynnast trúarbragðaástand-
inu í þessum löndum, einkum störfum trúboðanna, sem
hinar ýmsu kirkjudeildir hafa sent út í hin svonefndu ó-
kristnu lönd. Hvar sem hann kom, segir hann að kirkjan
hafi verið áhugasamasta og framtakssamasta stofnunin, sem
um var að ræða á hverjum stað, og óþreytandi í starfi sínu
að líknar- og menningarmálum þjóðanna. Trúboðsstöðin er
venjulega eins konar miðstöð; er þar oftast um þrjár eða
fjórar byggingar að ræða, — spítala, kirkju og skóla og íbúð-
arhús, þar sem starfsfólkið heldur til, en það er venjulega
prestur, læknir, hjúkrunarkona, kennarar, búfræðingar og
annað þjónustufólk, sem starfar á margvíslegum vettvangi
trúboðsins.
Dr. Van Dusen staðhæfir, að þessi starfsemi kirkjunnar
hafi gert mikið til að vega á móti þeirri andúð, sem víða
má finna í Asíulöndunum gegn Vesturheimi. Jafnvel á
meðal villi-mannaflokkanna í Formósa, segir hann að stór-
merkileg múghreyfing sé augsýnileg í áttina til kirkju og
kristindóms. Frá því er síðara heimsstríðinu lauk, segir
hann að þetta fólk hafi byggt rúmlega hundrað nýjar
kirkjur.
í Afríku, fyrir sunnan Sahara og norðan Natal, segir
hann að 85% af öllum skólum og menntastofnunum sé undir
um.sjón trúboðanna. Aðspurður, hvar hann aflaði sér kenn-
ara til að halda uppi stórauknu fræðslustarfi á Gullströnd-
inni (í Líberíu), svaraði menntamálastjórinn, að þeir kæmi
frá trúboðsskólunum, enda væri ekki hægt að fá þá annars
staðar.
Sjötíu og fimm árum síðar en fyrstu trúboðarnir komu
til Belgísku Kongo, eru þar nú 1,700 trúboðar starfandi; til-
hejna þeir þrjátíu mismunandi deildum mótmælenda kirkj-
unnar, og hafa í umsjá sinni 12,000 skóla með 400,000 nem-
endum, og sömuleiðis 200 spítala. Þrátt fyrir mismunandi
uppruna, eru allir þessir starfskraftar sameinaðir í eina
heild. The Congo Protesíant Council. Þeir skíra menn til
einnar trúar og einnar kirkju, kirkju Krists í Kongo, og er