Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 14
12
Sameiningin
mannfjöldans kalla þessi kröftugu almættisorð enn á ný
nokkra af bræðrum vorum til þess hér eptir að vinna á sér-
stakan hátt í víngarði drottins og safna þar ávöxtum til eilífs
lífs bæði fyrir sig og aðra, því háæruverðugur herra biskup
landsins, dr. theol. Pétur Pétursson, ætlar nú í þessu guðs
húsi að vígja til hins helga prests- og prédikunarembættis
cand. theol. Jónas Pétur Hallgrímsson, sem kjörinn er til að
vera aðstoðarprestur föður síns, prófasts séra Hallgríms
Jónssonar á Hólmum í Suður-Múlasýslu, cand. theol Kristján
Eldjárn Þórarinsson til að vera sóknarprestur að Stað í
Grindavík í Gullbrigusýslu, og cand. theol. Þorvald Jónsson
til að vera aðstoðarprestur prestsins séra Benedikts Guð-
mundsens að Vatnsfirði í ísafjarðarsýslu. Það eru eflaust
ekki fáar sálir, sem fyrir það guðs orð, er fram mun ganga
af munni þessara guðs þjóna, fá að sjá himnana opna og þá
sælu í skauti lausnarans, sem hann frá eilífð hefir fyrirbúið
öllum mönnum. Og þegar vér setjum oss fyrir sjónir þá
himinsins sælu, sem drottinn nú eins og endranær útvelur
sér prédikara til þess að útbreiða í hjörtum eins vesalla sem
voldugra vor á meðal, þá hljótum vér að ganga úr skugga
um, að drottinn hefir velþóknun á hinum fámenna og fátæka
lýð í landi voru engu síður en söfnuðum hans annars staðar
um heiminn; hann vill með engu móti, að huggunarlindir
himnanna séu oss aptur luktar, því síður sem uppeldi það,
er náttúran veitir oss, oftast er svo næsta afskammtað.
Hann gefur oss ekki stein fyrir brauð, sem oss stundum
finnst hann útbýta oss af skornum skammti. Hann gefur oss
í þess stað sitt lífsins orð í ríkulegum mæli og seður með því
sálir vorar til eilífs lífs. —
Himneski faðir! Þú, eilífi yfirhirðir safnaðanna! blessa
þú kristnina bæði hér á landi og annars staðar. Úthell þínum
heilaga friðaranda yfir sérhverja athöfn, sem unnin er 1 þínu
blessaða nafni; og sér á parti biðjum vér þig á þessari stundu,
að helga þér hjörtu þeirra, sem nú eiga að vígjast til þinnar
þjónustu. Blessa þá og oss alla, drottinn minn, og lát orð
þitt undirbúa oss svo, að vér með fögnuði getum litið til
eilífðarinnar, þegar himnarnir opnast oss í hinsta sinn og
jörð þessi hverfur fyrir sjónum vorum.
Bænheyr oss í Jesú nafni; amen.