Sameiningin - 01.03.1953, Blaðsíða 20
18
Sameiningin
afslátt á fargjaldi, og fría ferð til Victoria. Vinir og vanda-
menn geta einnig slegist með í förina, og notið allra hlunn-
inda, sem að ofan getur, enda þótt þeir séu ekki erindrekar
á þingi.
Náttúrufegurðin á þessari leið er óviðjafnanleg. Gest-
risni strandabúa er rómuð og alkunn. Starfsmálin bíða úr-
lausnar. Kirkjufélagið sækir fram. Þótt það breyti starfs-
háttum sínum, skeikar það í engu frá upphaflegu takmarki
sínu. Hvað sem tungumálinu líður verður þetta kirkiuþing
íslenzkt í anda. Þangað verða allir velkomnir sem vilja efla
það, sem bezt er á meðal vor: sanna guðrækni og skynsam-
lega þjóðrækni.
---------☆----------
Safnaðafréttir
Söfnuðurinn í Minneota er nýbúinn að eignast vandað
„Hammond“ orgel, og var það formlega vígt og tekið tii
notkunar 26. febrúar í vetur. Orgelið kostaði $1,250,00. Kven-
félag safnaðarins hefir haft fjársöfnun með höndum í all-
mörg ár í þeim tilgangi að kaupa orgel fyrir kirkjuna, og
höfðu þær safnað sex hundruð dölum, er þeim barst viðlíka
upphæð frá Mr. Jóseph Gíslason, sem hann gaf í minningu
um fyrri konu sína. Orgelið er helgað minningu látinna
meðlima og vina safnaðarins, og flestar gjafirnar, sem fram
hafa verið lagðar, hafa verið minningargjafir um látna sam-
ferðamenn, og komið í stað blóma. Vissulega er það varan-
legri og hagkvæmari minning, heldur en blessuð blómin,
sem fölna á einni hélunótt, þótt fögur séu.
☆ ☆ ☆ ☆
Hinn ungi söfnuður kirkjufélagsins í Cavalier, er á
hröðu þroskaskeiði. Meðlimatalan hefir tvöfaldast frá því
söfnuðurinn var stofnaður um haustið 1949. Kvenfélagið
hefir nýlega keypt borð og stóla fyrir sjö hundruð dollara.
Ungmennakór hefir verið myndaður, og fer hann oft með
prestinum í sjúkravitjanir. Er hér um nýmæli að ræða, sem
vel er athugunarvert fyrir aðra presta og söfnuði.
☆ ☆ ☆ ☆
Söfnuðurinn á Gimli mun vera í þann veginn að hefja
byggingu á nýrri, stórri og fagurri kirkju, og hefir falið
safnaðarnefndinni að koma verkinu í framkvæmd. Þetta er