Sameiningin - 01.10.1961, Side 3
Sameiningin --------------------------------
A quarterly, in support of Church and Cliristianity amongst Icelanders
Published by
THE EVANGELICAL LUTHERAN STNOD OF NORTH AMERICA
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 757 Home St., Winnipeg 3, Manitoba
Við Nains hlið
Lúk. 7:11-17
Flulí við guðsþjónusíu í Fyrstu lúiersku kirkju
17. september 1961.
í kvöld er oss öllum fögnuður í huga. Vér fögnum hinum
íslenzka þjóðhöfðingja og föruneyti hans. Vér gleðjumst yfir
þeirri ráðstöfun móttökunefndar að þessir tignu gestir sitja
hér með oss á hljóðri stund við guðsþjónustu. í þeirri ráð-
stöfun felst viðurkenning þeirrar staðreyndar, sem ekki
verður með rökum á móti mælt, að það er kirkjan, sem
einna lengst og markvissast hefir unnið að viðhaldi ís-
lenzkra menningarerfða hér vestra, bæði trúarinnar og tung-
unnar. Tunga vor á að vísu við æ rammari reip að draga,
er árin líða, en trúararfinn munum vér varðveita, og fá hann
í hendur hinum ungu, sem erfa landið.
Kirkjan fer ekki í manngreinarálit, og hún er ekki nýj-
ungagjörn. Hún boðar þann sannleika, sem ekki breytist
þótt ár og aldir líði. En það er gleðiboðskapurinn mikli um
það, að þetta jarðlíf vort er ekki aðeins stundarfyrirbrigði,
heldur að það á sér takmark utan rúms og tíma, og tilgang,
að mannlegri von og guðlegri forsjón. Þetta kemur mjög
skýrt fram í guðspjalli dagsins, sem í fyrstu versunum fjallar
um einstæðingsekkju, sem stóð vonlaus og grátbólgin á
grafarbarmi, vegna þess að einkasonur hennar var nýlátinn.
Mörgum hefir, fyrr og síðar orðið starsýnt á ekkjuna og tíð-
rætt um harm hennar, en hefir sézt yfir hversu vel sagan
endaði, það, að óumræðilegur fögnuður fyllti hjarta hennar,