Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1961, Side 5

Sameiningin - 01.10.1961, Side 5
Sameiningin 3 áður en dagurinn var að kvöldi kominn. En viðburðurinn við Nain hliðið var ekki aðeins örlagaríkur fyrir konuna, sem hér um ræðir, heldur og fyrir mannkynið allt á öllum öldum og í öllum löndum. Hér urðu þáttaskipti í hugsun manna, og afstöðu til lífs og dauða, trúar og siðgæðis. Nýja testamentið kom í stað þess gamla. Sálmar Gamla testa- mentisins breyttust í lofsöngva kristinna manna, Dýrð sé guði í upphæðum, Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Það var hann sem olli aldahvörfunum. Það var hann sem talaði við Nains hlið, og talar enn: Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. Enn eru margir haldnir bölsýni og skammsýni, en þær eru tvíburasystur. Vér minnumst þess ekki að jafnaði, að sumarið er lengra en veturinn, að sólin er sterkari en vind- urinn, að kærleikurinn er sterkari en hatrið, að lífið er sterkara en hel, að Guð er herra lífs og dauða, að menn- irnir ráðgera, en Guð ræður. Nú er mikið um það rætt, að mannkyn vort standi á grafarbarmi, og að ekki sé nema eitt fótmál út að Nains hliði fullkominnar tortímingar. Maður nokkur austur í Rúss- landi á tungur tvær og talar sitt með hvorri. Hann hjalar og hann hótar á víxl. Stundum lætur hann mjög dólgslega og telur sig geta ráðið örlögum jarðarbúa með skjótri svipan, og ákveðið dómsdag alls, sem lifir á jörðu, með eitri og sprengjum. Hann skýtur mörgum skelk í bringu, og er það að vonum. En vér gleymum því þrátt, að það er Guð, sem ræður upphafi og aldurtilastund þjóða og einstaklinga, en ekki stjórnmálagarpar þessa heims. Vér gleymum ljósum og nærtækum dæmum um handleiðslu Guðs, og hvernig hann tekur þráfaldlega fram fyrir hendur manna, sem þjást af brjálæðiskenndri valdafýsn. Fyrir nokkrum árum var uppi annar lýðskrumari, sem kvaðst ætla að stofna þúsund ára ríki. Fjöldi manna trúði honum og gengu honum á hönd. En nú er ekkert sýnilegt tákn til að minna á þann óláns- mann nema ávalur grasi gróinn hóll, umkringdur af sótug- um og sundurskotnum stórbyggingum, sem standa eins og draugalegar dimmuborgir vörð um ríkið, sem geymist og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.