Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 6
4 Sameiningin gleymist í hinum græna, grasi gróna hól. Guð lætur ekki að sér hæða. Hann, sem á himni situr, hlær . . . í moldviðri því og hernaðaræsingum, sem nú ganga yfir heiminn, er oss, sem hér dveljumst, það sérstakt gleðiefni að fagna þjóðhöfðingja íslendinga, þjóðar, sem ber hreinan skjöld frammi fyrir öllum heimi, þjóðar, sem ásælist hvorki iönd né lausafé annarra landa, en ber friðarorð milli allra þjóða. Það er gott að vera íslendingur. Það er gott til þess að vita, að stofnþjóð vor á sér forystumann, sem er helgaður þeirri viðleitni „ . . . að hefja vorn lýð til hærra vegs á hugsjónum framtíð byggja, og láta ekki tvísýn, áfjáð öfl á ættlandsins heiður skyggja,“ svo að notuð séu um hann fögur og makleg ummæli eins af vorum beztu skáldum, Einars Páls Jónssonar. En guðspjall dagsins gefur oss vísbendingu, ekki aðeins um það hver skuli vera afstaða vor til alþjóðamála, heldur miklu fremur um það hvernig vér eigum að snúast við vor- um eigin örlögum. Vér erum á það minnt, að hvenær sem vér komum að Nains hliðum, þar er myrkur og vonleysi, svo framarlega að Jesús Kristur er ekki þar staddur. Þegar mest á reynir, fer það jafnan svo, að vonarsnauða vizkan veldur köldu svari. En við Nains hliðið, í návist Jesú, fá- um vér svar við hinni eilífu ráðgátu lífs og dauða. Svarið er ekki fólgið í heimspekikerfi, vísindagreinum, siðalær- dómum, og ekki einu sinni í kenningu kirkjunnar í heild sinni. Svarið er fólgið í persónu Jesú Krists. Á honum brotna allar öldur mannlegrar hugsunar um upphaf og enda, Guð og mann, lífsins og dauðans djúpin. Eins og litlir geisla- baugar sjást fyrir sólaruppkomu, þannig er það geislabrot, sem stafar frá Nains hliði því sem guðspjall dagsins ræðir um. En úr því geislabroti hefði ekki orðið neitt verulegt Ijós, ef hann sjálfur hefði ekki gerzt upprisusól mannkyns- sorga á upprisudegi sínum. Siðfræði kristindómsins er fögur, en án trúarinnar á herra lífsins er hún eins og stofublóm í

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.