Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1961, Page 10

Sameiningin - 01.10.1961, Page 10
8 Sameiningin heldur áfram og nær sinni fullkomnun í himnunum, í upp- hæðum hjá Guði. Oft nem ég staðar við þessi orð og vil benda á þau nú í dag. „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrir- bjó þeim, er elska hann.“ (II. Kor. 2:9). Sú kemur stund, að vér fáum fullkomið svar. Bj.J. Þessi fallega hugvekja eftir séra Bjarna Jónsson vígslu- biskup birtist fyrst í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. apríl s. 1. Hún er svar til konu, sem beindi bréflega spurningu til blaðsins: „Hvar er himnaríki?“ Sameiningin birtir hugvekj- una hér með íullu leyfi séra Bjarna, og erum vér honum þakklátir fyrir það, þar sem oss fannst að hún ætti erindi til sem allra flestra. — Jón Bjarman. Úr skýrslu forseta á kirkjuþingi 1961 Fyrir um það bil ári síðan hlotnaðist mér að heim- sækja Landið Helga og líta suma af þeim stöðum, sem tengdir eru ævi og starfi Drottins vors. Það var mjög dýr- mæt og endurnærandi lífsreynsla. Ég var sérstaklega hrif- inn af stöðunum í kring um Galileuvatnið. Margir af þeim stöðum, sem fullyrt er að tengdir séu ævi Drottins vors, og ferðamönnum er bent á í hinum ýmsu hlutum landsins, eru mjög vafasamir, en í Galileu getum vér verið örugg. Það var hér, sem Hann byrjaði bæði að „gjöra og kenna“. (Post. 1:1). Það landssvæði verður að skoðast sem upphafs- staður þeirrar hreyfingar, sem síðar hefur orðið þekkt undir nafninu Kristni. Vér vitum að við norðurströnd þessa ynd- islega vatns kallaði Drottinn vor sína fyrstu lærisveina, það var hér, sem Hann flutti sínar fyrstu prédikanir, og það var hér, sem Hann vann sín fyrstu kraftaverk. Hér sprettur upp hrein lind, sem inniheldur vatn lífsins, er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.