Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 11
Sameiningin 9 svalað hefur þorsta kynslóðanna frá Hans dögum allt til vorra. Ef þú nemur staðar og hugsar um þessa lind og það fljót eilífs lífs, sem hefur runnið frá henni í gegn um öll lönd og aldir síðan frá upphafi, þá má vera að þig hrylli við, er þér verður hugsað til allra þeirra óþörfu efna, sem hefur verið fleygt í þetta vatnsfall, hvernig það hefur verið litað, snúið og þvælt, þar sem það kvíslaðist í gegn um eyði- mörku mannlegrar hugsunar, þar til varla var hægt að þekkja það aftur sem hið sama og það var í upphafi. Það er reyndar sorglegt að virða fyrir sér hvað „æði guðfræð- inganna“ hefur gert við Kirkju Jesú Krists. Ekki er hægt annað en að furða sig á hvort Drottinn myndi þekkja kirkju sína aftur sem þá sömu, ef Hann kæmi aftur til jarðarinnar, með öllum deildum hennar og undirdeildum, öllum hennar klækjum og tækjum, já, hvort Honum fyndist hún vera sú sama og hreyfingin, sem Hann stofnaði forðum við strend- ur Galileuvatns. Ég vona, að ekki þyki of mikið sagt er ég segi, að vér berum þá von í brjósti, að Hann myndi viðurkenna lútersku kirkjuna sem hluta af hinni trúföstu kirkju sinni. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá var kirkja vor í upphafi ávöxtur tilraunar til að snúa við til hinnar tæru og lát- lausu uppsprettu fagnaðarerindis Jesú Krists. Guðfræði vor inniheldur ekkert nýjabrumslegt eða æsandi. Hún er, eins og vér vitum, grundvölluð rækilega á Nýja testamentinu og þeirri kenningu, að maðurinn sé samkvæmt eðli sínu syndugur og í stöðugri þörf fyrir fyrirgefandi náð Guðs. Eftir tvær heimsstyrjaldir, og að því er virðist almennt siðferðislegt hrun, þá er ekki nauðsyn frekari röksemda- færslu til stuðnings þeirrar staðhæfingar, að syndin er stöð- ugur fylgifiskur vor, og að kenningar Nýja testamentisins um frelsun fyrir trú á Krist er eina svarið við trúarlegri óvissu nútímans. En fagnaðarerindið, sem prédikað var í Galileu forðum daga, var ætlað ÖLLUM þjóðum. Það er tiltölulega nýlega, sem lúterska kirkjan hefur komið auga á þetta alheims- gildi fagnaðarerindisins. í þrjú hundruð ár, eða lengur, hafa flestar lúterskar kirkjur á þessu meginlandi verið einkennd-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.