Sameiningin - 01.10.1961, Page 25
Sameiningin
23
Enda þótt séra Friðrik ætti mest af starfsferli sínum
að baki sér, þegar ég kom til vits og ára, þá naut ég samt
þeirrar gæfu að kynnast honum nokkuð á seinustu árum
ævi hans. Það sem mér virtist gera séra Friðrik að mikil-
menni, var hlýðni hans, hlýðni við Guðs vilja. Þessi hlýðni
kom fram annars vegar í kærleika hans til Guðs, en hins
vegar í kærleika hans til náungans. Hann elskaði Guð og
lifði stöðugt undir handleiðslu Guðs. Fyrir honum var Guð
hin volduga hetja og hönd Guðs sterk og útrétt til hjálpar.
Þessum volduga Guði gaf séra Friðrik líf sitt, og voldug
hönd leiddi hann til mikilla afreka. Séra Friðrik var hetja
í liði hinnar miklu hetju, hann var merkisberi Drottins.
Hann var hetjan, sem hélt hátt á lofti merki Krists á erfið-
ustu tímum, sem kristin kirkja á íslandi hefur átt, þegar
bæði ytri og innri öfl lögðust á eitt um að vega að kristinni
trú, þá stóð hann föstum fótum og hélt uppi merkinu og
hvatti aðra liðsmenn til dáða.
Séra Friðrik elskaði samferðamenn sína mikið. Hann
lék sjálfan sig hart til að þjóna öðrum. Hann laðaði að sér
unga og gamla, einkum unga, með kærleika sínum og per-
sónuleika. Þeim, sem þekktu séra Friðrik vel, virðist bera
saman um það, að hann hafi haft meiri áhrif á þá með per-
sónuleika sínum, umgengni og samtölum heldur en með
prédikun sinni. Hann var heldur ekki mælskumaður í
þrengri merkingu þess orðs, hann var þvert á móti fremur
málstirður. En hann hafði einstæða frásagnargáfu og virtist
stöðugt sjá sýnir í huga sér og svo lýsti hann því, sem hann
sá, stundum á skáldlegan máta. Hann talaði í myndum. Þessi
eiginleiki séra Friðriks átti sérlega vel við börn og unglinga.
Hitt var líka hvað veigamest, að boðskapurinn gagntók
hann, meira en það, skóp manninn. Hann lifði Kristi og
Kristur lifði í honum.
Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, lét svo um
mælt í kveðjuorðum við útför séra Friðriks: „Vér gjörum
enga að dýrlingum í vorri kirkju. En eigi mun samtíð séra
Friðriks deila um það, að hann hafi verið jafnoki þeirra,
sem helgir voru kallaðir.“ Séra Friðrik var vissulega einn
af beztu sonum íslands. Hann var að verðleikum sæmdur