Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.10.1961, Qupperneq 31
Sameiningin 29 inum á Lundar í þrjú ár. Hann hefur einnig þjónað kirkj- unum á Silver Bay, Camper og Vogar. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum Kirkjufélagsins og einnig nú undanfarið verið meðritstjóri „Sameiningarinnar“. Sunnudaginn 18. júní hélt Calvary söfnuðurinn í Seattle, Washington upp á 50 ára vígsluafmæli Dr. Haralds Sigmar fyrrv. forseta Kirkjufélagsins. Dr. Haraldur þjónaði söfnuð- um Kirkjufélagsins í 46 ár. Hann á núna heimili í Kelso, Washington. Séra Kristinn K. Ólafsson, fyrrverandi forseti Kirkjufé- lagsins um 20 ára skeið, lézt á heimili sínu í Manchester, Iowa 27. júní s. 1., áttræður að aldri. Hans er getið nánar í þessu riti. J. B. Kirkjufréttir af íslandi Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar: Þjóðkirkja Islands hefur á undanförnum árum sýnt vaxandi áhuga á kirkjulegum æskulýðsmálum. Það má segja, að þessi áhugi eigi sér að nokkru leyti rætur hér vest- an hafs. Haustið 1947 var stofnað á Akureyri Æskulýðsfélag við kirkjuna þar. Stofnandi þess var séra Pétur Sigurgeirs- son, en eins og lesendum er kunnugt, dvaldi hann hér vestan hafs um nokkurt skeið, bæði við nám háskóla hér á megin- landinu og einnig við starf innan Kirkjufélagsins. Æsku- lýðsfélag Akureyrarkirkju var hið fyrsta sinnar tegundar, sem stofnað var í beinum tengslum við sjálft safnaðarlífið. Fleiri slík félög voru síðan stofnuð innan safnaða á Norður- og Vesturlandi, og hafa þessi félög haft samband sín á milli um nokkra ára bil. Hér var því um merkt brautryðjenda- starf að ræða. Árið 1955 var séra Bragi Friðriksson ráðinn æskulýðs- fulltrúi Reykjavíkur, og er það hlutverk hans að gera til- lögur um framkvæmdir bæjarins á sviðum æskulýðsmála

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.