Sameiningin - 01.10.1961, Page 33
Sameiningin
31
haldin er á Akureyri. Hin var haldin fyrir tveimur árum,
í marz 1959.
Hin kirkjuvikan var haldin í Lágafellskirkju í Mos-
fellssveit, skammt frá Reykjavík. Sú vika stóð frá 5.-8. marz.
Fyrirkomulagið var svipað og á Akureyri, og er þaðan sömu
sögu að segja, að vikan tókst mjög vel, aðsókn var mikil
og góð og bar vott um vaxandi áhuga á kirkjumálum innan
safnaðarins. Sóknarprestur á Lágafelli er séra Bjarni Sig-
urðsson.
Séra Jakob Jónsson, prestur Hallgrímssóknar í Reykja-
vík, býr sig nú undir að verja doktorsritgjörð í guðfræði við
Háskólann í Lundi, Svíþjóð. Séra Jakob var áður prestur
Sambandssafnaðar í Wynyard, Sask.
Á síðasta ári var hin forna Garðasókn á Álftanesi endur-
stofnuð og kosin sóknarnefnd. Nefndin hefur unnið að undir-
búningi þess að Garðakirkja verði endurbyggð og er nú
teikningar tilbúnar og munu framkvæmdir hafnar. Við
bygginguna mun starfa vinnuflokkur skipaður innlendum
og erlendum áhugamönnum, þar á meðal frá lútersku kirkj-
unum hér í Vesturheimi. Ekki er kunnugt um hvort nokkur
úr íslenzka Kirkjufélaginu hefir tekið þátt í starfi þessa
vinnuflokks.
Saga staðarins á Görðum er gömul og merk, og sátu
þar margir merkisprestar. Kirkjan, sem nú er verið að end-
urreisa, var byggð árið 1880, en þá var prestur á Görðum
séra Þórarinn Böðvarsson, og sá hann um að gerð kirkjunn-
ar var hin vandaðasta, og var kirkjan byggð úr höggnum
steini. Um 30 árum síðar var reist kirkja í Hafnarfirði og
prestssetrið flutt þangað. Upp frá því verður minna og
minna um dýrð Garða staðar, þar til að lokum allt tréverk
var rifið innan úr kirkjunni og kirkjugripir fluttir til kirkj-
unnar í Hafnarfirði. Eftir stóðu veggirnir berir.
En endurbótastarfið er þegar hafið. Veggir hafa verið
lagfærðir og nýtt þak sett á kirkjuna.
Á undanförnum árum hefir fólki fjölgað ört í Garða-
hreppi og er þar að myndast kaupstaður, sem þarf á sinni
eigin kirkju að halda.