Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1961, Page 34

Sameiningin - 01.10.1961, Page 34
32 Sameiningin Þátttaka leikmanna í íslenzku safnaðar- og kirkjulífi fer vaxandi. Til dæmis greinir eitt íslenzku dagblaðanna frá því, að meðhjálparinn í Neskirkju í Reykjavík hafi stigið í stólinn síðasta sunnudaginn í maí og flutt þar prédikun í reglulegri guðsþjónustu. Það sem vekur þó mesta athygli í fréttum frá íslenzku kirkjunni er djáknavígsla, sem fram fór í Grímsey 24. apríl s. 1. Vígsluþegi var Einar Einarsson forseti sóknarnefndar í Miðgarðskirkju í Grímsey. Einar hefur lengi verið ötull leikmaður og sótti fyrirlestra í guðfræði við Háskóla íslands á s. 1. vetri. Vígsluna framkvæmdi biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, aðrir þátttakendur í athöfninni voru þeir séra Sigurður Stefánsson, vígslubiskup Hólastiftis, séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri og séra Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Bænadagur íslenzku þjóðkirkjunnar var sunnudagur- inn 7. maí. Var þá messað í öllum kirkjum landsins og kirkju- sókn mikil. Bænarefni dagsins var: Réttlæti, friður og frelsi í samskiptum manna, stétta og þjóða. Þórarinn Þórarinsson, cand. theol. var vígður sóknar- prestur til Vatnsendasóknar í S.-Þing. í upphafi prestastefnu þjóðkirkjunnar í júní s. 1. Þrír guðfræðikandidatar brautskráðust frá guðfræði- deild Háskóla íslands 30. maí s.l., þeir Einar Ólafsson, Hreinn Hjartarson og Sigurpáll Óskarsson. Sérstök athöfn var haldin í sambandi við brautskrán- inguna, þar sem þess var minnzt, að þetta er fimmtugasta vorið, sem próf er haldið í deildinni og jafnframt fimmtug- asta árið, sem séra Bjarni Jónsson vígslubiskup er prófdóm- ari við deildina. Rektor Háskóla Islands, Ármann Snævarr, ávarpaði viðstadda og gat þess að hér væri um algert eins- dæmi að ræða í íslenzkri skólasögu, að einn og sami próf- dómari starfaði samfleytt í hálfa öld. Hann gat þess að Sigurpáll Óskarsson væri 218. kandidatinn, sem séra Bjarni hefði prófað, en sá fyrsti var herra Ásmundur Guðmunds- son, fyrrverandi biskup. Kvað hann það einnig merkilegt,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.