Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1961, Side 38

Sameiningin - 01.10.1961, Side 38
36 Sameiningin L JÓÐ í skuggasælum skorningi eg sá eitt skógarblóm, sem mjög bar lítið á. Þótt skjól gegn vindum skorti eigi þar, í skugga litla blómið oftast var. Eg spurði: „Áttu ekki fjarska bágt? Svo eitt þíns liðs, þú kúrir hér svo lágt.“ „Nei, nei!“ var svarað, „Guð ei gleymir mér, — hann gætir þess, sem langtum smærra er.“ „En vildirðu’ ekki, að þú ættir ból í aldinbarði beint við morgunsól?” „Ó, nei!“ mér svarað var í veikum róm, „að vilja Drottins er eg skógarblóm.“ „En veiztu ei, að vetra tekur brátt? Ó, veslings blóm, þú stenzt ei frostsins mátt!“ „Eg veit mig faðmi vefur mjöllin hlý, unz vorið blessað kallar mig á ný.“ — Þökk, litla blóm! — Nú læri eg af þér að lúta Drottins vilja, hver sem er. Sjá, Guð er alskyggn, — ekkert dulizt fær, — hans armur jafnt til smárra’ og stórra nær. Þótt lágan sess mér láni Drottinn hér, eg lifi sæll og veit hann er hjá mér. Hvern morgun bænin ber mig himinveg, unz blund í Jesú nafni festi eg. Eg veit sem blómin blikna eg og dey, en brugðizt fyrirheitin geta ei. Duftið hverfur — Drottinn ræður því, eg dey — en lifi samt á ný. VALD. V. SNÆVARR

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.