Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1945, Side 3

Sameiningin - 01.03.1945, Side 3
H>ametiííngm Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi. Ritstjóri: Séra Sigurður Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg. 60. ÁRG. WINNIPEG, FEBR.—MARZ, 1945 Nr. 2—3 “Svo að þeir verði eitt’ Eftir séra Jón Bjarnason. Sameiningin, 1. árgangur, 5. tölublað, 1886. Önnur grein í grundvallarlögum kirkjufélags vors tekur fram, að það sé tilgangur félagsins, “að styðja að eining og samvinnu kristinna safnaða af hinni íslenzku þjóð í heims- álfu þessari, og yfir höfuð efla kristilegt trúarlíf hvarvetna þar sem það nær til”. Kirkjufélagið er stofnað til þess að sameina á kristilegum grundvelli það, sem annars myndi vera sundur slitið, draga fólk af þjóð vorri í líkamlegri• og' andlegri dreifing víðsvegar um land þetta saman í eitt, varna því, að það, sem einu sinni er sameinað orðið, gliðni aftur sundur, berjast fyrir því að allir þeir kristnu söfnuðir ís- lendinga, sem þegar hafa byrjað hér tilveru sína eða hér eftir kunna til að vera, haldi höndum og hjörtum saman að því, er það snertir, sem alla varðar jafnt, kristindóminn. Nafnið á kirkjublaði voru minnir al'la, sem það kemur til, á hið þýðingarmikla ætlunarverk kirkjufélagsskapar vors. Blaðið tók sér nafnið “Sameiningin” af því það mundi eftir, hvert mark og mið Kirkjufélagið hafði í upphafi sett sér — það að sameina fólk í kristnum söfnuðum þjóðar vorrar hér — og af því að það ætlaði sér að vera verkfæri félagsins, enda þótt veikt kynni að reynast, til þess að vinna að þessu marki og miði. Allt það, sem unnið er í nafni

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.