Sameiningin - 01.03.1945, Side 11
25
Sólfjöll! eg sé til rofar,------
sorganna byrði dvín. —
Harmskýjum öllum ofar
Ástvinir bíða mín.
Sólfjöll, sólfjöll,
Ódáins, albjört sólfjöll,
þar lifa enn munu látnir menn,
Ódáins, albjört sólfjöll!
Jónas A. Sigurðsson.
*
Einar Jónsson myndhöggvai i 70 ára
(Kirkjublaðið)
Musteri listarinnar er heilagur staður. Þar er heilög jörð.
Þegar eg hinn 11. þ. m., á 70 ára afmælisdegi Einars
Jónssonar, gekk inn í listasafn hans, komu mér hvað eftir
annað í hug hin fornfrægu og sígildu orð: “Drag skó þína
af fótum þér ..
Þjóðin er samhuga um að heiðra þennan listamann sinn.
Hann hefir með list sinni náð til hjarta ungra og gamalla.
Eg hefi aldrei séð eins hugfanginn aðdáanda eins og lítinn
dreng, sem eitt sinn stóð fyrir framan listaverk, sem Einar
Jónsson hafði gert.
Einar hefir jafnan horft í hæðir, þangað sem öll sönn
list stefnir. Hann sér vel. Hann er skyggn á fegurð tilver-
unnar og tign hennar og á auðmýkt tilbiðjandans, sem er
fús að krjúpa við fótskör Guðs. Listaverk hans sýna það bezt.
ísland á þessum syni sínum mikið að þakka. Ef kynna
á nútíma ísland erlendum þjóðum, er ekki unnt að komast
hjá því að tala um það, sem hendur og hugur Einars mynd-
höggvara hafa unnið — listaverkin, sem íslenzka þjóðin
hefir sett í kór í musteri lista sinna og mun dást að á
ókomnum öldum.
í Hnitbjörgum í Reykjavík býr Einar Jónsson ásámt
konu sinni, sem hefir verið honum frábær vinur. Þar eru
listaverk hans. Þangað er gott að koma. Þar sérðu leiftur
andans. Listin á þar auðmjúkan þjón.
Sigurgeir Sigurðsson.