Sameiningin - 01.03.1945, Síða 21
35
ekki allt í einu, heldur smátt og smátt, meðan kærleikur
Jesú Krists er að læsa sig inn að hjarta hans.
Hvernig er nú lífið á einu kristnu heimili? Að hverju
leyti er það ólíkt lífinu á öðru heimili, íþar sem trú krist-
indómsins á ekki heima? Það er fyrst og fremst líf í bæn.
Hjónin, sem unna hvort öðru af einlægum hug, biðja einn-
ig hvort fyrir öðru, — biðja almáttugan guð að vaka yfir
lífi þeirra og leiða þau sér við hönd og varðveita kærleik-
ann í hjörtum þeirra, svo hann aldrei kólni né fyrnist.
Þegar eitthvað kemur fyrir, svo þeim sýnist sitt hvort og
sundurþykkja verður úr því milli þeirra, eru þau fljót til að
sættast, því þau finna til þess bæði, að þeim er ekki unnt
að koma fram fyrir guð með ósátt í hjarta sínu hvort til
annars. En þegar sættin er gjörð, snúa þau sér til drott-
ins, og bæn þeirra verður þá heitari og innilegri. Tilfinn-
ingin um einnig að vera í sátt við hann andar nýjum
friði í hjarta þeirra. Svo eru börnin. Þau sí-minna kristna
foreldra á að biðja. Hvítvoðungurinn liggur á fangi móður
sinnar og fær enga björg sér veitt. Hún hugsar sér barnið
sitt litla komið á legg, komið út í heiminn og lífið, kom-
ið þangað, sem hún nær ekki til þess, gangandi á tæpum
stígum, ótal hættur til beggja handa, ginnandi hendur, sem
freistandi togi það til sín. Og hún biður: Almáttugi guð
á himnum! Varðveit þú þessa saklausu sál. Frelsaðu
hana frá öllu illu. — Þá hrynja tárin. Og tár einnar móð-
ur eru talin. — Barnið vex upp. Um leið og skilningur þess
vaknar, fara foreldrarnir að koma því í skilning um hinn
himneska föður og þann, sem hann sendi mönnunum til
frelsis. Með tæptandi vörum fer það að lesa: Faðir vor,
þú, sem ert á himnum. Á 'hverju kvöldi er því kennt að
biðja. Hið illa er því kennt að forðast, af því það er á
móti guðs vilja. Höfuðatriði vorrar kristilegu trúar eru
því kennd. Með sínum hlýjustu orðum leitast móðirin við
að koma því í skilning um kærleik Jesú Krists. Hve
hrært er hjarta allra kristinna foreldra, þegar börnin
eru borin til skírnarinnar! Með því viðurkenna þau, að
barnið tilheyri ekki einungis þeim, heldur guði. Þótt hið
sárasta komi þá fyrir, að drottinn sendi dauðann í húsið,
og foreidrarnir verði að leggja litla líkamann í jörðina,
grípur ekki örvæntingin hjarta þeirra fyrir það, heldur
syngja þau trúarörugg: