Sameiningin - 01.03.1945, Side 32
46
Sigurtilfinning nýlendulífsins hefir ekki verið lýst eins og
skyldi. Erfiðleikarnir er fyrir urðu eru ekki hið markverðasta,
heldur framsóknin er taldi sigurinn vísan. Slíkur hugur efldi
framkvæmdir. Það lá í mönnum að þeir gætu það, sem
þeir vildu nógu ákveðið. Þessvegna ræðst örlítið kirkjulegt
brot í að gefa út kristilegt rit — ræðst í það, sem fram að
þessu hafði reynst öðrum óframkvæmanlegt. Hér var vísir
er spratt úr frjórri moldu. Sameiningin átti erindi, sem vott-
ur um vaknandi hug. Hún var byrjun er kvaddi til eftir-
dæmis.
Það verður ætíð þakkarefni þeim er kristnum hugsjón-
um unna að í nýlendulífinu hér á vesturslóðum voru það
áhrif kirkju og kristindóms er einna ríkastan þátt áttu í
því frá byrjun að tengja saman hópana á dreifingunni í
heild, eins og líka í því að sameina hvern hóp fyrir sig. Það
var til að félög er báru veraldleg nöfn héldu uppi lestrar-
samkomum á helgum dögum. Fátt verður fremur falið
kristni íslands til sóma og inntekta en það að hjá íslenzkum
almenningi er sezt að í fjarlægri heimsálfu kemur fram
sterk þörf og viðleitni að láta kristindóminn sitja í fyrir-
rúmi. Kristilegur félagsskapur verður sterkasta samtenging-
araflið og kemur til sögunnar áður en of seint er orðið. í
þessu efni eru það víða íslenzkir leikmenn er koma til sög-
unnar ótilkvaddir og hefjast handa. Upphaf vestur-íslenzkr-
ar kristni var að miklu leyti leikmannastarf. Kirkjuþingið
sem samþykkti útgáfu Sameiningarinnar var að mestu leyti
leikmannaþing. Tveir prestar voru þá þjónandi í kirkju-
félaginu, en annar þeirra hvarf frá skömmu síðar. Liðið var
fáment en vel skipað. Sá eini er eftir varð var séra Jón
Bjarnason -—enginn meðalmaður í neinu. Sameiningin átti
erindi, sem tákn þess hvílíkan þátt kristileg samtök átti í
nýlendulífinu.
Hve mikilsvert það var að Sameiningin átti upphaf sitt
og þvínær hálfan aldur fram á þennan dag í höndum slíks
yfirburða manns og séra Jón Bjarnason var, er á meðvitund
allra er til þektu og málstaðinn meta. Hún átti alveg sér-
stakt erindi, sem ritvöllur hins fremsta og tilþrifamesta
penna er þá reit meðal Vestur-íslendinga. Málgagn kirkju-
félagsins var hún að vísu og að því skal vikið síðar. Þannig
hefði hún átt erindi þó meðalmaður hefði haft ritstjórn á
hendi. En í höndum djarfs og hreinskilins foringja, sem átti
myndugleik til að fá áheyrn bæði hér og á íslandi, varð