Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1945, Side 35

Sameiningin - 01.03.1945, Side 35
49 að ógreinanlegu takmarki. Sögulegur kristindómur var sá grundvöllur er hann vildi byggja á. Eg heyrði hann eitt sinn í samtali víkja að þeirri hugmynd er komið hafði fram, að allir flokkar ættu að standa saman í þéttskipaðri fylkingu til varnar gegn sameiginlegum óvinum. Honum var þá ráð- gáta fyrir hverju væri þá barist og fyrir hverju bæri að verjast. Hann trúði því að veruleg samheldni hvíldi á því að ná föstum tökum á þeim hugsjónum og málefnum er menn skipuðu sér um. Á það má benda að þetta leiddi bæði til ákveðinnar samheldni og til ákveðinnar mótspyrnu. En hann trúði því að þannig yrði komist út úr þokunni, sem var honum ætíð óheilla vætti. — Um söguna má auðvitað deila, en þeirri staðreynd verður ekki hrundið að þrátt fyrir smæð íslenzka þjóðarbrotsins í Ameríku hefir það varðveitt sjálfsmeðvitund og mál í fyllra mæli en jafnvel mörg stærri þjóðarbrot er hingað hafa komið. T. d. er nú meiri íslenzka notuð í íslenzkum kirkjum hér en hlutfallslega á sér stað um önnur útlend mál hjá öðrum seinni tíma innflytjendum al- staðar þar sem eg þekki til. — Að línur voru dregnar hér all- ákveðið leiddi líka til þess að kirkjudeildirnar íslenzku vestan hafs hafa hver um sig orðið nátengdari hérlendu kirkjulífi fremur en að standa út af fyrir sig. Hver deildin fyrir sig er sannfærð um að þannig sé framtíðin betur trygð. Það er satt að raunalegar deilur hafa átt sér stað einnig á sviði hinna andlegu mála. Þær hefi eg enga tilhneigingu til að fegra eða réttlæta að öllu leyti. En við það má athuga að leiðin til heppilegs samkomulags liggur ekki í því að vera sannfæringarlaus eða á öllum áttum andlega, heldur í því að fara þannig með ákveðna skoðun og hjartfólgna að fram komi réttsýni gagnvart öðrum og forðast sé að láta skoðanamun leiða til persónulegrar illkvitni. Eftir að Sameiningin fór úr höndum séra Jóns, hafa margir af okkar hæfustu mönnum að henni staðið. Yerkið við blaðið hefir verið aukaverk fyrir þeim í viðbót við margfaldar annir eins og það var fyrir séra Jóni. Þrátt fyrir þetta þolir Sameiningin vel samanburð við mörg kirkjuleg rit er betur hafa staðið að vígi. Hún hefir verið málgagn kirkjufélagsins og í henni verið þrædd saga þess og þeirra málefna er það hefir haft á dagskrá. Þar hafa leiðtogar komið fram á ritvöllinn til sóknar og varnar því málefni er kirkjufélagið ber fyrir brjósti. Að þetta hefir ekki ætíð tekist jafn vel, liggur í hlutarins eðli. En sanngjarnt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.