Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1945, Page 38

Sameiningin - 01.03.1945, Page 38
52 Sivertsen prófessor og vígslubiskup var lengst af ritstjóri þess. Þá kom út á ný “Kirkjublað”, um eins árs bii, 1934, undir umsjón prestafélagsins. Við ritstjórn þess störfuðu þeir prestarnir séra Knútur Arngrímsson og í fjarveru hans séra Björn Magnússon á Borg. Árið 1935 hóf hið fróðlega og ágæta “Kirkjurit” göngu sína, undir ritstjórn þeirra guðfræði prófessoranna S. P. Sívertsen og Ásmundar Guðmundssonar, hinn síðarnefndi er ávalt hefir við ritstjórn þess verið, en um mörg síðari ár ásamt Dr. Magnúsi Jónssyni. Ýms önnur kirkjuleg rit mætti tilnefna. “Morgunn”, er Einar H. Kvaran var lengst af ritstjóri fyrir. Eftir lát hans þeir séra Kristinn Danielsson og nú síðast séra Jón Auðunns. “Morgunn” mun nú hartnær þrjátíu ára að aldri. Jón Helgason prentari, hefir með miklum dugnaði gefið út “Heimilisblaðið” um mörg ár. Vestfirskir prestar tóku 1929 að gefa út kristilegt ársrit er þeir nefna “Lindin”, er það alþýðlegt, þjóðlegt og mjög hjartahlýtt blað. Sigurgeir Sigurðsson biskup, er þá þjónandi prestur og prófastur að Eyri við Skutulsfjörð, var ritstjóri þess unz hann fékk biskupstign. Þá hóf og biskups skrifstofan í Reykjavík útgáfu hálfsmánaðarrits í fréttablaös formi, nú nærri tveggja ára, er nefnist “Kirkjublaðið”. Flytur það aðallega fréttir af starfi safnaðanna viðsvegar um landið, ásamt myndum er starfi kirkjunnar viðkoma; biskupinn er sjálfur ritstjóri og ábyrgðarmaður þess. Við lestur þess er auðvelt að fylgjast með kirkjulegum fréttum heiman að. “Herópið”, málgagn Hjálpræðishersins hóf göngu sína fyrir aldamótin og mun altaf síðan út hafa komið. Kaþólska trúboðið með tilsjón Meulenbergs biskups hefir og gefið út kirkjulegt mánaðarrit er nefnist “Merki Krossins”, þannig má lengi upptelja, ef til vill eru ýms rit, sem ekki hafa verið hér upptalin; og eitt er eg má vel nefna, þó út úr réttri röð tímans sé það talið. En það er mánaðarritið “Straumar”, er út kom í nokkur ár, og guðfræðisnemendur háskólans gáfu út. Ef horft skyldi nú garði nær, meðal vor íslendinga í Vesturheimi sjálfra, þessi undangengnu sextíu ár. getur að líta ærið mörg rit, ársrit og mánaðarrit kristilegs og fræð- andi eðlis; eru það hin kirkjulegu rit, sem eg hefi sérstak- lega í huga. Hér má eg biðja afsökunar á ónógri þekkingu minni. Auk “Sameiningarinnar” má nefna “Aldamót”, er gef- in voru út af kirkjufélagi voru frá 1893 til 1903, að mig minnir.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.