Sameiningin - 01.03.1945, Side 40
54
kjörum fólks vor.s hefir verið stórfeld og marg-þætt, svo sem.
að eðlilegt er á leið þriggja kynslóða — er segja má að verið
hafi að verki: breytingin -— frá allsleysi innflytjendans —
íslenzka framandi mannsins — til hins rótfasta hérlenda
borgara með öll lífsþægindi — og efnalegar allsnægtir,
miðað við það, sem áður var. Breytingin, sem að verki hefir
verið nær einnig til málsins er vér mælum. Engum af oss
dylst sú • hin mikla umróts-alda, sem þar hefir lengi að
verki vgrið -—• sem rís hátt — og ristir djúpt — og engin
fær stöðvað. Tungumálin tvö hljótum vér að nota; enskuna
sökum vors miðaldra, yngra fólks og æskulýðsins. Við
íslenzkuna höldum vér ítrustu trygð og notum eins lengi
og auðið er, — og gott er öllum prestum og leiðtogum að
muna, að enn er það íslenzku mælandi fólkið, sem víðast
hvar ber megin byrðina af öllu voru starfi. Vér höfum dreng-
skaparskyldur við það, og vort elzta fólk alt af hendi að
inna. — Já, enn á Sameiningin vísar góðar viðtökur, víða til
sveita, í borgum, þorpum og bæjum stærri og smærri, beggja
megin landamæranna; bæði af því, að hún enn sem fyr ber
náðarboðskap Jesú vitni, en einnig sökum þess, að Samein-
ingin er táknrœnt merki guðlegrar hancLleiðslu á kirkju-
félagsskap vorum og öllu hinu íslenzka þjóðarbroti, á hinni
löngu vegferð vorri, í dreifingunni hér vestan hafs. — Enn
bera ýmsir trygð til Sameiningarinnar, og sízt mun lesenda
fjöldi hennar minni þessi allra síðustu ár, en fyrir nokkru
síðan.
Trygðarmerki við blaðið og félagsskap vorn sýna sig í
því að ýmsir vinir blaðsins hafa síðan í júní-lok sent því
hartnær sjötíu nýja kaupendur; er það vel að verið og
gefur vonir um að enn um hríð geti Sameiningin borið
vitnisburð sinn á máli feðra vorra, í anda evangeliskrar
íslenzkrar kristni.
Samfara breytingunum var og baráttan, ekki eingöngu
baráttan átakanlega til að afla sér og sínum brauðs — og
fótfestu í nýju landi, — heldur barátta út af andlegu mál-
unum — trúarbragðabaráttan. Hún er sorgleg staðreynd í
vorri sextíu ára kirkjulegu sögu; en á hana er ekki minst
hér til að ásaka, né heldur til að færa afsakanir fyrir henni.
—• Því ber sízt að leyna, að þetta vort litla kirkjublað, “Sam-
einingin”, átti oft þátt í þeirri baráttu — bæði til sóknar
og varnar. Mörgum nútíðarmönnum finst að betur hefði
farið ef meira hefði verið í hóf stilt í þessum málum af öllum