Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Síða 41

Sameiningin - 01.03.1945, Síða 41
55 málsaðilum. Þessir fyrirrennarar vorir voru gunnreifir bar- dagamenn, og stundum stórhöggir í meira lagi. En þeir gerðu ekki samninga við samvizkur sínar — um að þegja — hvað sem í veði var; jafnvel þótt eigin tilfinningar, vinslit og sársauki er baráttan oft ihlaut að valda, gengi mjög nærri þeim. Samvizka þeirra — skilningurinn á hlutverki þeirra, bauð þeim að fara þessa leið leið fremur en að sigla á lognsæ friðar og afskiptaleysis. Þeir höfðu öðlast skilning á því, er íslenzku þjóðinni fram til síðari tíma — og oss er nú lifum — gengur oft illa að skilja, að kirkja Krists, hverju nafni sem hún nefnist, sé hún köllun sinni trú, verður að vera stríðandi kirkja. Ritstjórar “Sameiningarinnar” (Lauslegt yfirlit) Séra Jón Bjarnason, D.D., 1885—1914. Millibilsritstjórar: Séra Friðrik J. Bergman og séra Rúnólfur Marteinsson. Séra Björn B. Jónsson, D.D., 1914—1932. Meðritstjóri séra G. Guttormsson. Millibilsritstjóri séra N. S. Thorláksson. Séra Friðrik Hallgrímsson annaðist unglingadeildina. Séra K. K. Ólafson, séra G. Guttormsson, séra J. A. Sigurðs- son, 1932—1933. Séra K. K. Ólafson, séra G. Guttormsson, séra Rúnólfur Marteinsson, 1933—1938. Séra K. K. Ólafson, séra G. Guttormsson, séra Valdimar J. Eylands, 1938—1943. Árið 1943—1944 annaðist framkvæmdarnefnd Kirkjufélags- ins ritstjórnina. Séra S. Ólafsson, 1944—1945.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.