Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 2
10. mars 2011 FIMMTUDAGUR2 Runólfur, er tankur þolinmæð- innar tómur? „Já, viðvörunarljósið er kviknað og ekki efni á áfyllingu.“ Bensínverð hefur aldrei verið hærra hér á landi. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir komið að þolmörkum. SÁDI-ARABÍA, AP Saud al-Faisal prins, sem er utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, hótaði stjórnarand- stæðingum hörðum aðgerðum ef þeir gera alvöru úr því að efna til fjöldamótmæla á morgun. Fjölmargir sjía-múslimar í Sádi-Arabíu hafa, að fyrirmynd mótmælenda í nágrannalöndun- um, boðað til „dags reiði“ í land- inu á morgun og krefjast þess að æðstu ráðamenn landsins segi af sér. Ráðherrann sagði að stjórnin myndi skera af hvern þann fing- ur, sem lyft yrði gegn ráðamönn- um landsins. „Umbótum verður ekki náð fram með mótmælum,“ sagði hann. „Besta leiðin til að ná fram kröfum sínum er með þjóð- arviðræðum.“ Lítið hefur verið um mót- mæli í Sádi-Arabíu meðan bylgja óánægju hefur farið um nágrannalöndin. Í litla nágrannaríkinu Barein hafa sjía-múslimar staðið í öflug- um mótmælum gegn stjórn súnní- múslima og krefjast jafnræðis. - gb Mótmælendur hafa boðað til „dags reiði“ í Sádi-Arabíu á morgun: Stjórnin hótar að beita hörku ÍÞRÓTTIR Fyrsta Íslandsmeist- aramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni. „Þetta er æðislegt,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, stjórnar- maður í Sleðahundafélaginu, um þessa nýstárlegu íþrótt og dægra- dvöl hér á landi. Anna segir hóp áhugamanna hafa smíðað sautján hundasleða í fyrra og í tengslum við það stofnað Sleðahundafélagið um miðjan september í fyrra. Um áttatíu segir um áttatíu félags- menn í Sleðahundaklúbbnum. Óljóst sé hversu margir muni keppa á Íslandsmeistaramótinu en þrjátíu séu skráðir á námskeið sem haldið verður á mótsstaðnum á morgun og á laugardaginn. Að sögn Önnu er flestir sleða- hundar hérlendis af tegund- inni Siberian Husky. „En í raun er hægt að kenna öllum meðal- stórum hundum að draga,“ und- irstrikar hún. Sumir eigi einn hund en flestir tvo hunda eða fleiri. „Sleðarnir eru það léttir að menn sleppa alveg með tvo hunda í venjulega hobbíkeyrslu.“ Un reynslu íslensks sleða- hundafólks segir Anna að það sé enn að afla þekkingar. „Maður lærir eins lengi og maður lifir. Það kemur ítalskur atvinnumaður á námskeiðið og ætlar að kenna okkur frá morgni til kvölds í tvo daga,“ segir hún. Íslenskir sleðamenn hafa farið víða um landið. Tvo þeirra segir Anna hafa farið tuttugu kíló- metra við Fellsendavatn í vetur og menn hafi farið fimmtán kíló- metra á Nesjavallaleiðinni. Hún og eiginmaðurinn séu eiginlega forfallin. „Þetta er staðalbúnaður á þak- inu á bílnum okkar ef við skyld- um rekast á skafl,“ segir Anna sem sjálf á tvo Siberian Husky hunda sem jafnan séu í skottinu á bílnum. Þeim finnist ógurlega skemmtilegt að draga sleðann. „Um leið og maður tekur upp dráttarbeislin liggur við að þeir klæði sig í þau sjálfir og rjúki út. Og svo halda þeir bara áfram og vilja ekki stoppa. Útiveran og samveran með hundunum er bara æðisleg.“ Anna er bjartsýn á að Íslands- meistaramótið verði vel heppnað. „Það er nóg af snjó og vatnið er frosið þannig að þetta lítur mjög vel út.“ gar@frettabladid.is Hundasleðafólk etur kappi á Norðurlandi Sleðahundaklúbbur Íslands stendur fyrir fyrsta Íslandsmeistaramótinu í hunda- sleðaakstri á Mývatni um helgina. Hundarnir njóta þess að draga sleðana segir stjórnarmaður í klúbbnum sem telur um áttatíu manns sem smíða eigin sleða. ANNA MARÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Hundasleðamenn sækja meðal annars í Fellsendavatn ofan við Hrauneyjar. MYND/OLIVERA ILIC SJÁVARÚTVEGUR Samningaviðræður hófust að nýju í Ósló í gær í deilu Íslands, ESB, Færeyja og Nor- egs um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Viðræð- um ríkjanna var slitið í nóvember síðastliðnum og í framhaldinu ákváðu Íslendingar, einhliða, að veiða 145.000 tonn úr makrílstofninum. Málið hefur valdið nokkrum styr, ekki síst meðal skoskra útgerðarmanna sem hafa þrýst á ESB um aðgerðir gegn Íslendingum og hefur meðal ann- ars verið kallað eftir löndunarbanni á makrílafla íslenskra skipa í höfnum ESB. Þingmaðurinn Alistair Charmichael sagði í sam- tali við skoska fjölmiðla í gær að mikilvægt væri að ná samningum til að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar. Ian Gatt, framkvæmdastjóri samtaka skoskra uppsjávarfiskimanna, tekur undir þau sjónarmið, en leggur áherslu á að þó verði ekki gengið á rétt Skota. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðunum, sagði í samtali við Frétta- blaðið að hann gæti ekki tjáð sig um málið á meðan á fundinum stendur. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi fram á föstudag. - þj Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar aftur að samningsborðinu: Reyna að ná sátt um makrílveiðar MAKRÍLVEIÐAR Samingaviðræður um makrílveiðar í Norður- Atlantshafi eru hafnar á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SAUD AL-FAISAL Utanríkisráðherra Sádi- Arabíu segir mótmæli ekki skila árangri. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Bandaríska geim- ferjan Discovery lenti heilu og höldnu á Canaveral-höfða í gær að lokinni síðustu ferð hennar út í geiminn. Discovery fór fyrst út í geiminn árið 1984. Á þeim 27 árum sem síðan eru liðin hefur hún farið 29 sinnum út í geiminn, flogið 5.830 sinnum í kringum jörðina og verið samtals 365 daga úti í geimnum. Discovery er elsta geimferjan og sú fyrsta sem tekin er úr notk- un. Enn eru tvær ferjur eftir í notkun. Áætlað er að Endeavor haldi í síðustu ferð sína 19. apríl og loks fari Atlantis í síðustu ferð sína 28. júní. - gb Geimferja tekin úr notkun: Discovery lenti í síðasta sinn SÍÐASTA LENDINGIN Bandaríkjamenn eru að hætta rekstri geimferja sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VESTMANNAEYJAR Dæluskipið Skandia hóf dýpkun í Landeyja- höfn í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn mældi dýpt í höfninni og reyndist ölduhæð vera komin undir tvo metra, sem gerir dýpk- un mögulega. Sigmar Thorbjörn Jacobsen, skipstjóri Skandia, sagði í sam- tali við Eyjafréttir að ómögulegt væri að segja hversu langan tíma það tæki að opna höfnina eftir að dýpkun hæfist. Veðurspá er hagstæð fyrir dýpkun Landeyjahafnar fram að helgi. Þá snýst vindáttin til suðurs, sem gæti orðið til þess að aðstæður yrðu á ný óhagstæðar fyrir siglingar um höfnina. - sv Dýpkun í Landeyjahöfn: Skandia hóf dýpkun í gær HERJÓLFUR VIÐ LANDEYJAHÖFN Dælu- skipið Skandia hóf dýpkun í Landeyja- höfn seinnipartinn í gær. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON KJARAMÁL Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir andstyggð sinni á ósvífnum kjarahækkunum stjórnenda fjármálafyrirtækja sem virðast vera að endurreisa fyrri svikabrautir, eins og segir í ályktun aðalfundar félagsins. Telur fundurinn þörf á nýjum bankastjórnum og forystu sem sé treystandi. Er stjórn félagsins jafnframt hvött til að endurskoða viðskipti sín við fjármálastofn- anir sem telji eðlilegt að stjórn- endur þeirra njóti launakjara langt umfram það sem eðlilegt geti tal- ist. - bþs Starfsmannafélag Reykjavíkur: Lýsir andstyggð á bankalaunum STJÓRNMÁL Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup segjast 63 prósent ætla að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn við Breta og Hollendinga. 34 prósent segjast ætla að segja nei og 3 prósent hyggjast skila auðu. 61 prósent sögðust telja það mundu hafa slæm áhrif á efnahagsumbætur á Íslandi að fella samninginn. 88 prósent stuðningsmanna ríkisstjórnar- flokkanna styður samninginn og 44 prósent stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. - gar Flestir segja já við samningi: Einn af þremur á móti Icesave VIÐSKIPTI „Við erum bara bjart- sýn,“ segir Arndís Björg Sigur- geirsdóttir, sem ásamt eiginkonu sinni, Báru K. Kristinsdóttur, ætlar að hefja rekstur Bókabúð- ar Máls og menningar á ný. Þær Arndís og Bára hafa rekið bókabúðina Iðu við Lækj- argötu. Þær hafa náð samning- um við skiptastjóra, sem á að tryggja að hvorki bókaútgef- endur né starfsfólk beri skarðan hlut frá borði. - gb Iðukonur semja við skiptastjóra: Mál og menn- ing opnuð á ný SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.