Fréttablaðið - 10.03.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 10.03.2011, Síða 28
10. mars 2011 4 Húsráð koma sér oft vel við eldamennskuna og hér er eitt: Til að fleyta fitu af súpum eða sósu má setja klaka í klút og renna yfir yfirborðið. Fitan sest í kalda grisjuna. Dönsk spægipylsa. Svínakjötssulta, góð með sinnepi. Ewa og Sigurður eru sérfræðingar í pylsum. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þær eru kenndar við ótal lönd pyls- urnar sem kjötmeistarinn Sigurð- ur Haraldsson framleiðir og selur, ásamt sambýliskonu sinni Ewu Bernadetu Kromer, í Pylsumeist- aranum að Hrísateigi 47. Þó eru þær allar íslenskar. „Við notum uppskriftir frá Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Póllandi, Danmörku, Ungverjalandi og víðar. Gerum þetta allt á gamla mátann og notum ekkert hveiti, kartöflumjöl eða soja,“ segir Sigurður. Kveðst nær einungis nota kjöt, krydd og salt í sínar vörur og sniðganga auka- efni. En hvað aðgreinir þá pyls- urnar hverja frá annarri? „Það er kjötinnihaldið og meðhöndlunin, enda er mjög mismunandi verkun á þeim,“ útskýrir meistarinn. „Ef fólk vill eitthvað öðruvísi en það venjulega þá er það hérna,“ bætir hann við. Pylsumeistarinn er fyrsta versl- un sinnar tegundar á Íslandi en Sigurður hefur rekið kjötvinnsl- una Kjötpól undanfarin ár og verið með vörur sínar í Pólsku búðinni í Breiðholti og í Melabúðinni. En það er fleira að finna í Pylsu- meistaranum en pylsur, meðal ann- ars lúxusskinku, lifrarkæfu, hreint nautahakk og svínssíður sem hægt er að hengja upp og skera af þegar hentar. Anganin í versluninni er ljúf og úrvalið tælandi. gun@frettabladid.is Ítölsk Napólípylsa. Ekta álegg. Eina pylsubúð Íslands Hornið þar sem Hrísateigur mætir Laugalæk hefur breyst í sælkeratorg. Ásamt 10-11 eru þar bakaríið Kornið, bændaverslunin Frú Lauga, Ísbúðin á Laugalæk og nú hefur Pylsumeistarinn bæst við. Kulen frá Ungverjalandi/Svartfjallalandi. Salami sérhönnuð af Sigurði. Japanar og Íslendingar eru eyþjóðir sem sækja mikið af sinni björg úr djúpunum. Þó virðast Japanar hafa verið tölu- vert lunknari gegnum tíðina við að gera eitthvað gómsætt úr sínu sjávarfangi. Á meðan Jap- anar lærðu að töfra fram ótrú- legustu rétti gerðu súrsun og aðrar íslenskar hefðir lítið til að bæta bragð hráefnisins. En það er aldrei of seint að læra. Á veitingastað 101 Hótels verða japanskri matargerðar- list gerð góð skil dagana 10. til 13. mars. Þetta er í annað sinn sem japönsk áhrif leggja undir sig eldhúsið, en í fyrra mældist tilbrigðið afar vel fyrir. „Síðast fengum við japanska kokkinn Akira Okada til liðs við okkur og var honum afar vel tekið,“ segir Gunnvant Ármannsson, yfirkokkur á 101 Hóteli. „Við fengum svo fjölda áskorana í ár að endurtaka leikinn og hafa aftur japanska daga. Við höfum ákveðið að verða við því og höfum sett saman matseðil með japönskum réttum.“ Bentoboxið er einn af uppá- haldsréttum Gunnvants. „Bento- boxið var upphaflega japanskt nestisbox. Því er skipt í minni hólf og hýsir hvert hólf sinn rétt,“ segir Gunnvant. „Þessir réttir geta verið hvað sem er. Sushi, tempura-réttir, núðlur, shiitaki-sveppir, eða hvaðeina sem kokkinum dettur í hug.“ Bentoboxið er jafnan á mat- seðlinum á 101 í tveimur útgáfum. Eitt minna sem boðið er upp á í hádeginu og annað stærra á kvöldin. „Við völdum vel í það fyrir helgina svo það gefi lítils háttar yfirsýn yfir jap- anska matargerðalist. Ég lofa því að enginn verður svikinn af því.“ Borðapantanir á 101 Hóteli fara fram í síma 5800-101 og vonast Gunnvant eftir að sem flestir komi og kynni sér jap- anska matargerðarlist á 101 Hót- eli næstu daga. Japanskir dagar á veitingastað 101 Hótels Japönsk nestisbox öðlast nýja merkingu í meðförum Gunnvants Ármannssonar, yfirkokks 101 Hótels. Boxið er partur af japönsk- um matseðli sem boðið verður upp á um helgina. Veitingastaður 101 Hótels hefur fest sig í sessi sem einn af mest spennandi veitingastöðum borgarinnar. Bentoboxið er fullkomið fyrir þá sem vilja kynnast japanskri matargerðarlist. Barinn á 101 Hóteli er opinn til eitt um helgar og tilvalið að staldra við eftir matinn og fá sér drykk. Kynning Matseðillinn er eftirfarandi: ● Edamame með sjávarsalti. ● Misosúpa með engifer, tofu og spínati. ● Nautataki með shiitake- sveppum. ● Mjúkskeljakrabbi tempura með sesamsteiktum núðlum. ● Bentobox með rækju og mangó öfugrúllu, lúðu nigiri, spicy surimi hosomaki, laxa sashimi. ● Græntes- og engifer-ostakaka með ávaxtasalati og plómusírópi. 7 6 5 4 3 1 2 1 Chorizo spænskar pylsur. 2 Veiðipylsur pólskar. 3 Ömmulund, söltuð og heitreykt svínalund sem skerst þunnt. 4 Steikarpylsur frá Póllandi. 5 Brathwurst þýskar, góðar af pönnunni. 6 Kabanosse, ítalskar pylsur er smakkast vel með osti. 7 Slim Jims, amerískar snakkpylsur úr 100% nautakjöti og einstaklega góðar með öli. Vanillu- stöng er fræ- belgur af brönugrasategund sem hefur fengið ákveðna meðhöndlun. Vanilla frá Madagaskar er algengust og þykir einna best. Vanillu- stengur sem not- aðar eru í drykki og súpur má þurrka og nota aftur því bragðið endist ótrúlega vel og vanilluolía er yfirleitt svo sterk að ekki þarf nema örfáa dropa af henni. Vanilla er meðal annars notuð í bakst- ur, eftirrétti, drykki og sælgæti. Heimild/matur- inn.com

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.