Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 16
10. mars 2011 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Bank of America, einn umsvifa- mesti banki Bandaríkjanna, íhug- ar nú að loka einu af hverjum tíu útibúum sínum á næstu árum og færa tæpan helming af áhættu- sömustu fasteignaútlánunum inn í annað fjármálafyrirtæki, eins konar vondan banka sem mun halda utan um lélegar eignir bank- ans. Joe Price, forstöðumaður við- skiptabankasviðs Bank of Amer- ica, segir í samtali við netútgáfu Orlando Business Journal, að helsta ástæðan fyrir lokun útibú- anna séu breytingar á viðskipta- hegðun, fleiri nýti sér heima- banka en áður. Hann útilokaði hins vegar ekki að útibúum muni fjölga á öðrum markaðssvæðum þar sem viðskiptavinir hafi ekki nýtt sér tæknina í sama mæli eða þar sem útibúa er þörf. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Terry Laughlin, fram- kvæmdastjóra hjá Bank of Amer- ica, sem hélt erindi um bankann í New York í vikunni, að ráðist hafi verið í aðgerðina eftir yfirtöku Bank of America á fasteignalána- fyrirtækinu Countrywide Financi- al haustið 2008. - jab BEÐIÐ VIÐ BANKANN Stærsti banki Bandaríkjanna hyggur á hagræðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bank of America grípur til hagræðingaraðgerða: Færa áhættulán í annað fyrirtæki Breski bankinn Northern Rock tapaði 232,4 milljónum punda í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 44 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptavinir bankans gerðu áhlaup á hann haustið 2007 og tóku út innstæður sínar eftir að spurð- ist út að stjórnendur hans óskuðu eftir neyðarláni hjá breska seðla- bankanum nokkru áður. Bankinn var við það að fara á hliðina þegar breska ríkið skarst í leikinn og tók hann yfir til að forða honum frá gjaldþroti í febrúar 2008. Nort- hern Rock er enn í ríkiseigu. Upp- gjör hans nú er það fyrsta eftir að nýr banki reis á rústum þess gamla. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Ron Sandler, starf- andi stjórnarformanni bankans, að afkoman sé undir væntingum. Blaðið segir 650 manns hafa verið sagt upp hjá bankanum í fyrra og geri Sandler ráð fyrir að fleirum verði sagt upp á þessu ári í því augnamiði að draga úr rekstrar- kostnaði. Þrátt fyrir tapið fær starfsfólk bankans, 4.500 í heildina, bónus- greiðslur upp á 13,1 milljón punda, um þrjú þúsund pund á mann. Það jafngildir að meðaltali rúmri hálfri milljón króna. Greiðslurn- ar eru þó misháar eftir stöðugild- um en fjármálastjóri bankans fær 185 þúsund pund, jafnvirði tæpra 35 milljóna króna. - jab SKELFILEG STAÐA Langar biðraðir mynduðust fyrir utan útibú Northern Rock þegar viðskiptavinir vildu taka út innstæður sínar í bankaáhlaupi fyrir rúmum þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Breskur ríkisbanki greiðir milljónir í bónus eftir tapár: Þarf samt að draga úr rekstrarkostnaði 1.935 EFNAHAGSMÁL Um 500 mál eru í vinnslu hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Í ársskýrslu stofnunarinn- ar kemur fram að álag á hana hafi fremur aukist á síðasta ári. Þá voru tekin upp 370 ný mál, en 362 lokið. Fram kemur í tilkynningu ESA um ársreikninginn, að stóran hluta þeirra mála sem fengist er við megi rekja til fjármálakreppunn- ar. Sér í lagi eigi það við um Ísland, þar sem komið hafi upp mál sem tengist bæði ríkisaðstoð og reglum innri markaðar evrópska efna- hagssvæðisins. „Við vonumst til þess að koma frá eins mörgum af þessum málum og kost- ur er á árinu 2011 þannig að allir hlutaðeig- andi geti fremur horft til fram- tíðar í áherslum sínum,“ segir Per Sanderud, forseti ESA, í inngangi árs- reiknings stofn- unarinnar. Meðal annarra mikilvægra ákvarðana ESA segir Sanderud vera þá afstöðu að kröfuhafar föllnu íslensku bankanna eigi til- kall til eigna þeirra. Þá segir hann stórt skref hafa verið stig- ið í að framfylgja Evrópureglum um samkeppni þegar Posten AS í Noregi var sektað um 12,89 millj- ónir evra í júlí í fyrra. Þá hafi verið tekið á mikilsverðum málum tengdum skattlagningu í Liechten- stein, auk þess sem ríkisstjórn þar hafi verið fundin sek um ólöglega ríkisaðstoð sem þurfi að endur- greiða ríkinu. Málum Liechten- stein og Posten í Noregi hefur verið skotið til EFTA-dómstóls- ins. Dómstóllinn tók við 18 málum á árinu, sem er sagt met í sögu dómstólsins. - óká PER SANDERUD Mál tengd hruni íslenska fjármálakerfisins vega þungt í verkefnaskrá ESA: Málum í vinnslu fjölgaði í fyrra MILLJARÐAR KRÓNA er hrein eign lífeyrissjóðanna í lok janúar. Þetta er 17,8 milljarða króna hækkun frá í desember, eða sem nemur 0,9 prósenta aukningu. Í hagtölum Seðlabankans kemur fram að verðbréfa- eign lífeyrissjóðanna hafi hækkað um 9,4 milljarða og ríkisverðbréfaeign um 7,4 milljarða. LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR HJÁ ALTIS 20 - 60% afsláttur. Útsölu lýkur 15.mars stígvél íþróttagallar hanskarhlífar boltar Endurmat á virði útlána Arion banka og Íslandsbanki nemur samtals tæpum 28,5 milljörðum króna. Það er rúmur helmingur af hagnaði þeirra. Nær öll lánin eru til fyrirtækja sem ekki var gert ráð fyrir að gætu staðið við skuld- bindingar sínar þegar nýju bank- arnir keyptu eignasöfnin af gömlu bönkunum haustið 2008. Forsvars- menn bankanna segja hagnaðinn ekki veita þeim rými til að bæta skuldastöðu heimila landsins. Hagnaður Arion banka af endur- mati á virði lána nam 14 milljörð- um króna. Þar af renna 12 aftur til gamla bankans, Kaupþings, sam- kvæmt samkomulagi við skila- nefnd og kröfuhafa við kaup og tilfærslu lánasafnsins. Samning- ar náðust ekki um verð í október árið 2008 þar sem erlendu kröfu- hafarnir töldu endurheimtur verða betri en búist var við. Niðurstaðan var sú að ef endurmat á ákveðn- um lánum myndi hækka rynni 80 prósent af endurheimtum aftur til skilanefndar. Tveir milljarðar króna sitja því eftir í bankanum nýja. Sambærilegir samningar eru ekki á milli kröfuhafa Glitnis og Íslandsbanka. Þar verður hins vegar ekki greiddur út arður til eigenda í ár. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður við- skiptanefndar Alþingis, er ein þeirra sem talað hefur fyrir því að nýta hagnað bankanna til að létta á skuldum heimilanna. Þeir sem rætt hefur verið við segja þetta harla ólíklegt. Helsta forsenda þess að kröfuhafar hafi samþykkt að eignast ráðandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka, hafi verið sú að þeir fái arð af þeim. „Fulltrúar kröfuhafa telja að lánin hafi farið yfir í nýja bankann með of miklum afslætti. Meðal annars á þeirri forsendu ákváðu kröfuhafar að eignast nýja bank- ann til að draga úr tapi sínu á hinum fallna banka,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Íslandsbanka. jonab@frettabladid.is BANKARNIR Nær allt endurmat á lánum Arion banka rann til skilanefndar Kaup- þings. Eigendur Íslandsbanka fá ekki arð af fjárfestingu sinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Betri heimtur skila ekki lánaleiðréttingu Arion banki og Íslandsbanki högnuðust um 42 milljarða króna í fyrra. Fyrir- tækjum gekk betur að standa skil á sínu en gert hafði verið ráð fyrir. Endur- matið á að skila eigendum bankanna arði, segja forsvarsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.