Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 18
18 10. mars 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Verðtryggingu var komið á árið 1979 til að verðtryggja sparifé landsmanna. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna árið 2011, plús ávöxtun. Áður hafði sparn- aður brunnið upp í verðbólgu og því tókst ekki að byggja upp öfl- ugt lífeyriskerfi. Verðtryggingin átti þannig að tryggja að spariféð héldi verðgildi sínu. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerf- inu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Þar verður ókostur verðtryggingar öllum ljós. Hann birtist okkur í 30% hækkun allra innlendra húsnæðislána við hrun krónunnar 2008 og nýlegri sex milljarða hækkun húsnæðislána vegna hækkunar á olíu. Þannig hækka lánin vegna þess að verja þarf sparnaðinn. Þannig verður verðtryggingin herkostnaðurinn í litlu berskjölduðu hagkerfi með eigin mynt. Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflun- um. Lokað hagkerfi þýðir upptöku á hafta- kerfi fortíðar, úrsögn úr EES og þar með t.d. afnám tollfríðinda fyrir fiskafurðir. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarfi um evru. Einhliða upptaka er slæmur kostur því þá þyrfti að nota forða ríkis- ins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlun- um fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í sam- starf á vettvangi evrunnar. Sumir þingmenn telja að með töfralausnum sé hægt að koma í veg fyrir verðbólgu og afnema verðtryggingu. Hagstjórnarum- bætur eru nauðsynlegar og að þeim er verið að vinna en íslenskir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki varið skuldir heimilanna gegn sveifl- um á verði olíu nema með upptöku annarar myntar. Verðbólga og verðtrygging verða alltaf fylgifiskur krónunnar nema við viljum hverfa til haftastefnu fortíðar eða eiga á hættu að sparnaður hverfi. Upptaka annarr- ar myntar er því eina raunhæfa leiðin til að losna undan verðtryggingu og afleiðingum hennar, eins og t.d. tengslum olíuverðs við skuldir íslenskra heimila. Að losna við verðtryggingu Verð- trygging Magnús Orri Schram alþingismaður Samfylkingarinnar Ef við viljum breyta þessu kerfi verður að loka hag- kerfinu eða breyta mynt- inni. í Perlunni 9.-13. mars Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is · Vefur: www.perlan.is CajunCreolCAJUN Skilaðu þessu bara Það kom Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra í opna skjöldu að hún og hinir handhafar forsetavalds skiptu á milli sín gömlu óskertu forsetalaunun- um þegar forsetinn er í útlöndum. Hún hélt að til skiptanna væri hlutfall af 1,5 milljónum en ekki 1,8 eins og raunin er. Þetta fyrirkomulag er „2007“ sagði hún og vildi að sporslan til hand- hafanna yrði afnumin. Það gekk ekki eftir og hefur Jóhanna líklega fengið á þriðju milljón aukreitis í forsætisráðherratíð sinni. Þeim peningum ætti hún auðvitað að skila í ríkissjóð og þingforsetarnir úr Samfylkingunni Ásta Ragnheiður og Guðbjartur sömuleiðis. Afar brýnt Frumvarp sem heimilar efnahags- og viðskiptaráðherra að afla upplýsinga um og gera úttekt á fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja er til meðferðar á Alþingi. Í greinargerð segir að í kjöl- far fjármálakreppunnar sem reið yfir 2008 hafi fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja versnað mikið. Afar brýnt sé að stjórnvöld hafi völ á sem nýtilegustum upplýsingum svo ákvarðanir um aðgerðir verði teknar með upplýstum hætti. En hvað? Frumvarpið var fyrst lagt fram í mars 2010 en dagaði uppi í þinginu. Nú, ári síðar, er málið enn sagt afar brýnt. Samt höfum við heyrt að ekki verði gengið lengra í aðgerðum vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Er sú yfirlýsing marklaus eða er frekari aðgerða að vænta? Og má draga þá ályktun að þær aðgerðir sem ákveðnar hafa verið hafi ekki byggt á góðum upplýsingum? Er þetta frum- varp kannski óþarft? bjorn@frettabladid.isE ftir bankahrun er afstaða almennings til bankanna önnur og neikvæðari en til flestra annarra fyrirtækja. Það er ástæða þess að fréttir af launum bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka hafa vakið jafnhörð viðbrögð og raun ber vitni. Í báðum fyrirtækjum hafa laun banka- stjóra verið hækkuð talsvert og nema á þriðju milljón króna á mánuði, auk þess sem bankastjóri Arion fékk tíu milljóna króna eingreiðslu fyrir að færa sig úr forstjórastóli í öðru fyrirtæki. Viðbrögðin hér á landi eru ekki einsdæmi. Almenningur í ýmsum löndum hefur reynt afleiðingar bankahrunsins á eigin skinni. Skattgreiðendur hafa þurft að greiða svimandi háar fjárhæðir til að halda bönkum á floti. Í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnt að undanförnu að stjórnendur banka, sem skattgreiðendur komu til bjargar, fái nú háar bónusgreiðslur. Færð hafa verið rök fyrir því að bónuskerfi bankanna fyrir hrun hafi stuðlað að því að menn hafi tekið of mikla áhættu, sem var einn þeirra þátta sem leiddi til bankahrunsins. Bæði þar og hér hefðu eigendur og forsvarsmenn bankanna átt að átta sig á þeirri viðkvæmu stöðu sem þeir voru í og halda aftur af launahækkunum bankastjóranna. Það á ekki sízt við þegar almennum launþegum á vinnumarkaði, þar á meðal í bönkunum, er sagt í kjaraviðræðum að litlir möguleikar séu á verulegum launahækkunum. Hins vegar er það rangt, sem haldið er fram að „ofurlaunin“ í bönkunum séu komin aftur. Laun bankastjóranna eru langt frá þeim ofurkjörum upp á hundruð milljóna eða milljarða sem tíðk- uðust hjá æðstu mönnum bankanna fyrir hrun. Og þegar litið er í tekjublöðin frá því í fyrra sést að tugir forstjóra og framkvæmda- stjóra í stærstu fyrirtækjum landsins eru með svipuð laun eða hærri en bankastjórarnir. Til lengri tíma litið verða bankarnir að vera samkeppnishæfir í launum við önnur stór fyrirtæki í landinu. Hin misráðna stefna ríkisstjórnarinnar, að halda eigi öllum launum stjórnenda hjá hinu opinbera – og helzt öllum launum í landinu – innan við milljónina, hefur skekkt alla umræðu um launamál. Hæft fólk mun ekki fást í störf forstjóra stórra ríkis- stofnana, lækna, dómara, saksóknara eða önnur slík ef það getur gengið að hærri launum í einkageiranum hér á landi eða erlendis. Þannig er bankastjóri Landsbankans nærri örugglega á of lágum launum, enda ekki hálfdrættingur á við kollega sína í einkabönk- unum. Ráðherrar og stjórnarþingmenn virðast sjá það ráð helzt til að reka menn til baka með óvinsæla launahækkun í bönkunum að hóta 70-80% skattlagningu á öll laun umfram milljón eða tólf hundruð þúsund. Þetta er snargalin tillaga, sem myndi koma hart niður á til dæmis læknum, sjómönnum, lögmönnum og athafna- fólki. Ofurskattar af þessu tagi myndu sópa mörgu af hæfasta fólkinu út úr landinu – og sennilega ýmsum af arðbærustu fyrir- tækjunum líka. Geggjaður málflutningur af þessu tagi gerir held- ur ekkert til að lappa upp á orðspor íslenzks efnahagslífs út á við. Bankarnir hefðu átt að fara hægar í launa- hækkanir en viðbrögð pólitíkusa eru galin: Ekki ofurskatta Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.