Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 8
10. mars 2011 FIMMTUDAGUR8 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námskeið um réttindi lífeyrisþega Í kvöld 10. mars kl. 20 – Vesturbæjarútibú, Hagatorgi Farið verður yfir núgildandi reglur á réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000. Stuðningshandföng Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Gott úrval stuðningshandfanga 1 Hvað þáðu handhafar forseta- valds mikil laun í fyrra vegna fjar- veru forsetans? 2 Hvenær hefst utankjörfundar- atkvæðagreiðsla um Icesave-lögin? 3 Í hvaða byggingavöruverslunum var lagt hald á gögn á mánudag vegna gruns um ólöglegt samráð? SVÖRIN 1. Þeir þáðu 1,6 milljónir króna hver. 2. Miðvikudaginn 16. mars. 3. Í Húsasmiðj- unni, Byko og Úlfinum byggingavörum. BANDARÍKIN, AP Pat Quinn, ríkis- stjóri í Illinois, afnam í gær dauðarefsingar í ríkinu. Meira en áratugur er síðan fulln- ustu dauðarefs- inga var hætt í Illinois vegna hættu á því að saklaust fólk yrði tekið af lífi. Vitneskja var þá um að þrettán menn hefðu ranglega verið dæmdir til dauða. Ríkisþingið í Illinois sam- þykkti í janúar að dauðrefsing yrði afnumin en Quinn tók sér tvo mánuði í að velta málinu fyrir sér, áður en hann féllst á þetta. - gb Ríkisstjóri lét undan: Nam úr gildi dauðarefsingar PAT QUINN LÍBÍA, AP Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í aust- urhluta landsins. Miklar spreng- ingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum. Hart var bar- ist í landinu, meðal annars u m borg i na Zawiya í vest- urhlutanum, skammt frá höf- uðborginni Trí- polí. Stjórnar- herinn gerði harðar árásir á Zawiya og virt- ist hafa náð borginni úr höndum uppreisnarmanna, sem þó gerðu sig líklega til að ná henni aftur á sitt vald. Bretar og Frakkar hafa kann- að möguleika á að banna flug yfir Líbíu til að hindra loftárásir á uppreisnarmenn og almenning, en engin samstaða hefur verið um það meðal aðildarríkja öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki frekar en þegar Bandaríkjamenn og Bretar hófu innrás í Írak árið 2003. Rússar hafa lýst yfir andstöðu við allar alþjóðlegar hernaðarað- gerðir í Líbíu, þar á meðal flug- bann. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur tekið fram að Bandríkin telji sér ekki fært að fara ein í slíkar aðgerðir, ekki heldur með tilstyrk Evrópu- ríkja, heldur verði að vera um það samstaða meðal Sameinuðu þjóð- anna. Sjálfur sagði Gaddafí í gær, í viðtali við tyrkneska sjónvarps- stöð, að það myndi koma sér vel ef Vesturlönd myndu reyna að fram- fylgja flugbanni yfir Líbíu. „Slíkt ástand væri gagnlegt,“ sagði hann. „Þá myndu íbúar Líbíu átta sig á því að raunveru- legt markmið þeirra væri að ná völdum í Líbíu, svipta þá frelsinu og olíunni, og þá myndi öll líbíska þjóðin grípa til vopna og berjast.“ Gaddafí hefur sagt að útlending- ar standi á bak við uppreisnina í Líbíu. Hann hefur einnig kennt Al Kaída um uppreisnina og sagt að falli Líbía muni hryðjuverkaleið- toginn Osama bin Laden ná allri Norður-Afríku á sitt vald. Átökin í Líbíu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla landsins hefur dregist verulega saman og olíu- verð á heimsmarkaði hækkað tölu- vert. Undanfarna viku hafa uppreisn- armenn og stjórnarliðar barist í næsta nágrenni þriggja olíuhafna í austurhluta landsins: Brega, Ras Lanuf og Sidr. Þegar allt var með kyrrum kjör- um voru um 715 þúsund tunnur af hráolíu fluttar út daglega frá þess- um þremur höfnum, eða um það bil 45 prósent af allri olíuframleiðslu landsins. gudsteinn@frettabladid.is Átök í Líbíu harðna enn Stjórnarherinn í Líbíu farinn að sprengja olíustöðv- ar. Hart er barist um olíuhafnir í austurhluta lands- ins og um nágrannabæi höfuðborgarinnar Trípolí. LOFTVARNIR UPPREISNARMANNA Uppreisnarmaður stendur við loftvarnarbyssu á bílpalli meðan sprengjur falla í næsta nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HILLARY CLINTON SKÁK Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefáns- son þurfti aðeins tíu leiki til að vinna fyrsta andstæðing sinn á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst síðdegis í gær. Það var Spánverjinn Jordi Agullo Herms sem tapaði fyrir Hann- esi. Herms er aðeins með 2098 skákstig en Hannes hefur 2557 stig. Margir sterkir skákmenn tefla á Reykja- víkurskákmótinu sem haldið er í 26. sinn. Stigahæstur er enski stórmeistarinn Luke McShane með 2683 stig. Ivan Sokolov frá Bosnínu, sem sigraði á mótinu í fyrra, er einnig mættur til leiks. Sömuleiðis úkraínski stórmeistarinn Evgenij Miroshnichenko. Geta má þess að bróðursonur hins heims- fræga búlgarska knattspyrnumanns Dimitri Berbatov hjá Manchester United er meðal keppenda. Sá heitir Kiprian Berbetov og er aðeins fjórtán ára – eins og yngsti stórmeist- ari heims, Ilya Nyznhik frá Úkraínu sem líka teflir á mótinu. Evgenij Miroshnichenko tefldi blind- skák við tíu manns í einu fyrir sjálft mótið. Miroshnichenko vann níu andstæðinga en tapaði fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur – sem reyndar bauð Úkraínumanninum upp á skiptan hlut í endataflinu. Þá var Guðfríður með yfirhöndina en vildi sinna barni sem hún er með á brjósti. Miroshnichenko þáði ekki jafnteflið. „Ég held ég sé með tapaða stöðu svo ég verð að hafna tilboðinu,“ sagði hann og gafst upp við kátínu áhorfenda. - gar Margir sterkir stórmeistararar á 26. Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær: Hannesi Hlífari nægðu tíu leikir til sigurs EVGENIJ MIROSHNICHENKO Tapaði aðeins einni af tíu blindskákum. Það var fyrir alþingiskonunni og skák- drottningunni Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.